Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVigtunin hefst kl 14 í dag

Vigtunin hefst kl 14 í dag

ericsson globe
Ericsson Globe Arena.

Á morgun fer fram bardagi Gunnars Nelson og Rick Story á bardagakvöldi hér í Svíþjóð. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og fer fram í Ericsson Globe Arena.

Eins og venjan er fer vigtunin fyrir bardagana fram á föstudeginum. Vigtunin er mjög skemmtilegur viðburður og eitthvað sem bardagaaðdáendum hlakkar mikið til. Vigtunin fer fram kl 16 hér í Stokkhólmi, eða kl 14 á íslenskum tíma, og er hægt að horfa á vigtunina í beinni útsendingu á Youtube.

Sérstakir gestir á þessum viðburði eru Forrest Griffin, Joanne Calderwood (TUF 20 keppandi) og Alexander Gustafsson. Áður en vigtunin fer fram geta meðlimir UFC Fight Club fengið eiginhandaráritanir hjá gestabardagamönnum og svo tekur við Q&A (spurt og svarað) með bardagamönnunum. Vigtunin fer fram í Ericsson Globe Arena og kostar ekkert inn á viðburðinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular