Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 bestu sigrar Rick Story

Föstudagstopplistinn: 5 bestu sigrar Rick Story

Bardaginn er á morgun! Bardagi Gunnars Nelson og Rick Story fer fram í Ericsson Globe Arena í Stokkhólmi annað kvöld. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins en af því tilefni ætlum við að rifja upp fimm bestu sigra Rick Story í Föstudagstopplista vikunnar.

5. Rick Story gegn Quinn Mulhern – UFC 158

Fyrir þennan bardaga átti Story hættu á að missa starf sitt í UFC. Hann hafði þarna tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og tap gegn Mulhern hefði þýtt endalok hans innan UFC í bili. Story kom því gríðarlega einbeittur til leiks og gjörsigraði Mulhern. Story sigraði Mulhern eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og átti Mulhern einfaldlega aldrei möguleika í Story.

story mulhern

4. Rick Story gegn Jake Ellenberger – SportFight 23

Báðir þessir kappar eru í UFC í dag en mættust þó áður en þeir sömdu við UFC. Ellenberger er í 7. sæti á styrkleikalista UFC í dag en Story sigraði bardagann eftir dómaraákvörðun. Oft hefur komið til tals að þeir mætist aftur en ekki hefur enn orðið af því. Kapparnir eru engir perluvinir og voru ekki sáttir við hvorn annan eftir að bardaganum lauk. Á hreyfimyndinni hér að neðan skiptast þeir á orðum áður en dómaraákvörðunin var lesin upp.

story jake

3. Rick Story gegn Dustin Hazelett – UFC 117

Dustin Hazelett er kannski ekki besti bardagamaður í heimi en Rick Story gjörsamlega valtaði yfir hann og rotaði í 2. lotu. Þarna sást best hve mikið skrímsli Story getur verið í hringnum og átti Hazelett einfaldlega aldrei séns í Story. Bardaginn er 3. besti sigur Story einfaldlega vegna þess hversu mikið burst þessi bardagi var.StoryHazelett165UFC117

2. Rick Story gegn Johny Hendricks – The Ultimate Fighter 12 Finale

Rick Story og Johny Hendricks mættust í desember 2010 þar sem Story sigraði eftir dómaraákvörðun. Hendricks er í dag veltivigtarmeistari UFC og var þetta fyrsta tapið hans á ferlinum (og aðeins það annað hingað til). Bardaginn var mjög jafn en Story endaði á að sigra eftir frábæra frammistöðu.

1. Rick Story gegn Thiago Alves – UFC 130

Thiago Alves var mun sigurstranglegri fyrir þennan bardaga en Alves barðist um veltivigtartitilinn árið 2009 þar sem hann beið lægri hlut. Rick Story var á fimm bardaga sigurgöngu í UFC og kom gríðarlega ákveðinn til leiks. Story pressaði Alves stíft frá fyrstu sekúndu og gaf Muay Thai bardagamanninum Alves engan tíma til að athafna sig. Story hélt Alves þétt upp við búrið og gerði Alves gríðarlega erfitt fyrir. Um leið og Alves fékk smá pláss hoppaði Story á hann umsvifalaust. Þrátt fyrir að éta nokkur högg hélt Story alltaf ótrauður áfram eins og vélmenni. Story er með harða höku en hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum. Alves var betri mótherji en Johny Hendricks á þeim tíma sem þeir mættu Rick Story. Rick Story sigraði bardagann eftir dómaraákvörðun og er þetta hans besti sigur að okkar mati.

story alves

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular