Þorgils Eiður, atvinnumaður í Muay Thai í Tælandi, tapaði bardaga sínum um síðustu helgi. Dómarinn stöðvaði bardagann í 3. lotu vegna slæms skurðar á enni Þorgils sem hann hlaut eftir olnbogahögg. Sauma þurfti í hann 23 spor.
Þorgils var ekki sáttur með frammistöðu sína þetta kvöld og tjáði það í instagram pósti þar sem hann þakkaði einnig andstæðingi sínum Yodsaenchai fyrir að koma upp um galla og mistök í sínum leik. Þorgils sagði að núna væri tími til að láta sárin gróa og lofaði hann að koma sterkari tilbaka.
“Sigur eða tap, ég er að gera það sem mér var ætlað að gera. Fall er fararheill.”
Myndband af atvikinu og skurðinum má finna hér fyrir neðan: