spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða8 MMA draumabardagar (fyrri hluti)

8 MMA draumabardagar (fyrri hluti)

Allir MMA aðdáendur láta sig dreyma um stóra bardagann sem gæti orðið. Við höfum fengið marga góða í gegnum tíðina eins og Liddell vs. Silva, Couture vs. Nogueira, Cro Cop vs. Fedor Emelianenko, Melendez vs. Henderson og Edgar vs. Aldo svo einhverjir séu nefndir. Hér erum við að tala um ólíklega, jafnvel útilokaða, bardaga sem við myndum vilja sjá núna eða á næstunni. Það vill enginn sjá Jon Jones nota líkamlega yfirburði sína til að berja Anderson Silva eftir atburði 2013 svo hann telst t.d. ekki með. Bardaginn þarf að vera nokkurn veginn sanngjarn. Aðrir draumabardagar sem eru frekar líklegir, eins og t.d. Anthony Pettis vs. José Aldo, komust heldur ekki á listann. Annars er hann alls ekki tæmandi.

Til gamans látum við okkur svo dreyma um hvað myndi gerast ef bardaginn yrði að veruleika. Hér koma fyrstu fjórir bardagarnir í engri sérstakri röð.

Diaz-vs-Silva

Nick Diaz vs. Anderson Silva

Þessi bardagi gæti auðveldlega orðið að veruleika. Diaz er hættur en orðið á götunni er að hann væri tilbúinn að koma aftur á móti réttum andstæðingi. Báðir þessi menn eru góðir standandi og í jiu jitsu. Báðir hafa lent í vandræðum á móti sterkum glímuköppum og báðir eiga þeir stóran hóp af aðdáendum og bardagi á milli þeirra yrði ekkert minna en geggjaður.

Af hverju ekki? Diaz er hættur og Silva er meiddur. Það er staðan í dag, en það getur breyst. Diaz hefur verið að keppa í veltivigt en Silva millivigt.

Hvað ef? Diaz rotar Silva eftir fjórar mínútur af fyrstu lotu við lítinn fögnuð áhorfenda í Brasilíu.

santos roysey

Chris „Cyborg“ Santos vs. Ronda Rousey

Móðir allra kvennabardaga. Það er deginum ljósara að þessar tvær eru bestu bardagakonur í heimi. Santos er eins og skrímsli í hringnum á meðan Rousey virðist óstöðvandi með stórkostlegum júdóköstum og besta uppgjafarbragðið í bransanum.

Af hverju ekki? Þrjár ástæður. Cyborg berst fyrir Invicta. Umboðsmaður hennar er Tito Ortiz sem er ekki besti vinur Dana White. Auk þess berjast þær í mismunandi þyngarflokki, Rousey í 135 pund og Cyborg 145 pund.

Hvað ef? Lota þrjú, Rousey sér opnun og nær að klára bardagann með enn einu “armbar” í hennar erfiðasta bardaga á ferlinum.

jones velasquez

Jon Jones vs. Cain Velasquez

Jones hefur talað um að fara upp í þungavigt á næstu árum. Hann er hávaxinn og getur sennilega bætt á sig miklum vöðvum líkt og Alistair Overeem gerði (þó vonandi ekki með sama hætti). Jones á hins vegar nóg eftir af verkefnum í léttþungavigt. Næstur er Glover Teixeira, svo Alexander Gustafsson, þ.e. ef Jones og Gustafsson vinna sína næstu bardaga. Þetta gæti orðið stærsti bardagi ársins 2015 ef allt gengur upp.

Af hverju ekki? Þeir eru ekki í sama þyngdarflokki núna en það mun breytast. Báðir þurfa að halda áfram að vinna sína bardaga þangað til og Jones þarf að sanna sig í þungavigt a.m.k. einu sinni.

Hvað ef spá: Eftir nokkrar lotur af stanslausri pressu og barsmíðum frá Velasquez er Jones búinn og dómarinn stoppar bardagann snemma í fimmtu lotu.

fedor-vs-brock

Brock Lesnar vs. Fedor Emelianenko

Draumórar um þennan bardaga hafa verið lengi á ferð. Nú fyrir stuttu spruttu þeir upp aftur þegar báðir sáust á UFC viðburði. Lesnar er á fullu í WWE og í síðustu MMA bardögum sínum virtist hann ekki eiga mikið eftir. En kannski er hann núna búinn að jafna sig eftir skurðaðgerðina og er endurnærður, hver veit? Fedor er enn með höggþyngdina en það er erfitt að segja til um í hvaða formi hann er. Það eina sem heldur voninni lifandi er að fólk myndi borga vel fyrir að sjá þennan bardaga. Hann hefði hins vegar enga þýðingu fyrir íþróttina.

Af hverju ekki? Lesnar og Emelianenko eru báðir hættir í MMA og komnir langt yfir sitt besta. Sennilega eiga þeir líka nóg af peningum.

Hvað ef? Emelianenko klárar bardagann með höggum á gólfinu í annarri lotu eftir að hafa kýlt Lesnar niður.

Framhald í næsta hluta.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular