0

Tölfræðimolar fyrir árið 2013 (fyrri hluti)

Árið 2013 var ansi viðburðaríkt hjá UFC. Las Vegas bardagasamtökin hafa aldrei haldið jafn mörg bardagakvöld, keppt var í kvennaflokki í fyrsta skipti í sögu UFC og auðvitað voru margir frábærir bardagar á árinu en MMA Fréttir tók saman fimm bestu bardagana á árinu og hægt er að nálgast þá grein hér.

Ef við kíkjum á tölfræðina fyrir árið þá er ansi margt áhugavert sem kemur þar.

  • UFC hélt 33 bardagakvöld í sjö mismunandi löndum. Á þessum viðburðum voru 386 bardagar sem tóku samanlagt 66 klukkutíma og 54 mínútur.
  • Lengsta bardagakvöldið var UFC on FUEL TV 7: Barao vs. Macdonald en bardagarnir þar tóku 3 klukkutíma og 8 mínútur. Gunnar Nelson barðist einmitt á því bardagakvöldi og enduðu allir bardagarnir nema tveir í dómaraákvörðun. Styðsta bardagakvöldið tók klukkutíma og fjórar mínútur ef miðað er einungis við bardagana sjálfa.
  • Flestir áhorfendur á einum viðburði var á UFC 158: St. Pierre vs. Shields en þar voru 20.145 áhorfendur.
  • 407 þúsund manns fóru og sáu UFC viðburði. Aðdáendur borguðu tæpar 53 milljónir dollara fyrir að sjá UFC bardaga á árinu.
  • Flest rothöggin, hengingarnar eða lásar áttu sér stað á UFC on FUEL TV 10: Werdum vs. Nogueira eða um tíu talsins. Af þeim tíu voru átta uppgjafartök sem var það besta á árinu.
  • Flest rothögg á einu bardagakvöldi voru átta talsins á en þau áttu sér stað á UFC á FOX 7: Henderson vs. Melendez.
  • Að margra mati fengu Brasilíumenn oft auðveldari bardaga í Brasilíu en annars staðar. Þegar litið er til tölfræðinnar segir að Brasilíumenn hafi sigrað 63 bardaga í Brasilíu en tapað 45. Þetta á þó ekki við þega Brasilíumaður mætti Brasilíumanni. Í Kanada sigruðu heimamenn 47 bardaga en töpuðu 40 og Englendingar sigruðu 38 en töpuðu 28.
  • Brasilíumenn voru 63-45 á sinni heimajörð gegn útlendingum, Kanada menn voru 47-40 og Englendingar 38-28.

Ef við lítum á þyngdarflokkana fyrir sig kemur margt áhugavert í ljós.

  Bardagar Rothögg Uppgjafartök Dómaraúrskurðir “Finishing rate”
Þungavigt 28 19 3 7 82%
Léttþungavigt 33 12 5 16 51,50%
Millivigt 56 17 14 25 55,30%
Veltivigt 70 22 9 38 45.7%
Léttvigt 75 19 18 35 53.3%
Fjaðurvigt 49 14 5 29 38,80%
Bantamvigt 37 8 12 12 54%
Bantamvigt kvenna 16 6 2  8 50%
Fluguvigt 22 11 2 9 59%

Öllum að óvörum er fluguvigtin með næst hæsta hlutfall bardaga sem enda með rothöggi eða uppgjafartaki.

Þungavigt

Flestir sigrar: Gabriel Gonzaga og Travis Browne með þrjá.
Flest töp: Pat Barry, Frank Mir, Roy Nelson og Alistair Overeem með tvö töp.

Fljótasta rothöggið: Gonzaga á Dave Herman eftir 0:17 sekúndum á UFC 162
Flest högg: Cain Velasquez náði 274 höggum á Junior dos Santos á UFC 166.
Fæst högg: Phil De Fries náði engu höggi á Matt Mitrione á UFC á FUEL TV 9.
Fljótasta uppgjafartakið: Brendan Schaub á Mitrione eftir 4:06 í fyrstu lotu á UFC 165

Léttþungavigt

Flestir sigrar: Glover Teixeira með þrjá.
Flest töp: Dan Henderson með þrjú.
Flest högg: Fabio Maldonado náði 156 höggum á Roger Hollett á UFC on FX 8.

Fljótasta rothöggið: Anthony Perosh á Vinny Magalhaes eftir 14 sekúndur á UFC 163.
Fljótasta uppgjafartakið: Ryan Bader sigraði Vladimir Matyuschenko eftir 50 sekúndur í fyrstu lotu á UFC on Fox 6.

Millivigt

Flestir sigrar: Rafael Natal með þrjá.
Flest töp: Átta bardagamenn töpuðu tveimur bardögum á árinu.

Fljótasta rothöggið: Yoel Romero á Clifford Starks þegar 1:32 voru liðnar af fyrstu lotu á UFC on Fox 7.
Flest högg: Mark Munoz náði 132 höggum gegn Tim Boetsch á UFC 162.
Fljótasta uppgjafartakið: Cezar Ferreira sigraði Thiago Santos eftir 0:47 í fyrstu lotu á UFC 163.

Veltivigt

Flestir sigrar: Robbie Lawler og Ryan LaFlare með þrjá.
Flest töp: Bobby Voelker með þrjú.

Fljótasta rothöggið: Matt Brown gegn Mike Pyle þegar 29 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC Fight Night 26.
Flest högg: Georges Saint-Pierre lenti 210 höggum á Nick Diaz á UFC 158.
Fljótasta uppgjafartakið: Rousimar Palhares gegn Mike Pierce þegar 31 sekúnda var liðin af fyrstu lotu á UFC Fight Night 29

Léttvigt

Flestir sigrar: Edson Barboza, Khabib Nurmagomedov og Bobby Green með þrjá.
Flest töp: Yves Edwards með þrjú.

Fljótasta rothöggið: Khabib Nurmagomedov gegn Thiago Tavares í fyrstu lotu eftir 1:55 á UFC on FX 7.
Flest högg: Pat Healy náði 135 höggum gegn Jim Miller á UFC 159.
Fljótasta uppgjafartakið: James Vick gegn Ramsey Nijem eftir 58 sekúndur í fyrstu lotu á UFC Fight Night 26.

Fjaðurvigt

Flestir sigrar: Dennis Bermudez og Chad Mendes með þrjá.
Flest töp: Sex bardagamenn töpuðu tvisvar á árinu.

Fljótasta rothöggið: Jeremey Stephens gegn Rony Jason þegar 40 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC Fight Night 32.
Flest högg: Nik Lentz náði 205 höggum gegn Diego Nunes á UFC á FX 7.
Fljótasta uppgjafartakið: Rony Jason gegn Mike Wilkison þegar 1 mínúta og 24 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC on FUEL TV 10.

Bantamvigt

Flestir sigrar: Urijah Faber með fjóra sigra.
Flest töp: Edwin Figueroa með þrjú töp.

Fljótasta rothöggið: Yuri Alcantara gegn Iliarde Ssantos eftir 2 mínútur og 31 sekúndu á UFC on FX 8.
Flest högg: Vaughan Lee náði 164 höggum á Motonobu Tezuka á UFC on FUEL TV 7.
Fljótasta uppgjafartakið: Lucas Martins gegn Ramiro Hernandez eftir 1 mínútu og 10 sekúndur í fyrstu lotu á UFC Fight Night 28.

Bantamvigt kvenna

Flestir sigrar: Ronda Rousey, Amadnda Nunes og Alexis Davis með tvo.
Flest töp: Fimm bardagamenn töpuðu tvisvar á árinu.

Fljótasta rothöggið: Amanda Nunes gegn Sheila Gaff eftir 2 mínútur og 8 sekúndur í lotu 1 á UFC 163.
Flest högg: Jessica Andrade náði 215 höggum á Rosi Sexton á UFC Fight Night 30.
Fljótasta uppgjafartakið: Rousey gegn Liz Carmouche eftir 4 mínútur og 49 sekúndur í fyrstu lotu á UFC 157.

Fluguvigt

Flestir sigrar: Demetrious Johnson, John Lineker og Joseph Benavidez með þrjá.
Flest töp: Iliarde Santos, Jose Maria og Darren Uyenoyama með tvö.

Fljótasta rothöggið: Demetrious Johnson gegn Joseph Bendavidez eftir 2 mínútur og átta sekúndur í fyrstu lotu á UFC on FOX 9.
Flest högg: Tim Elliot náði 270 höggum gegn Louis Gaudinot á UFC 164.
Fljótasta uppgjafartaka: Josh Sampo gegn Ryan Benoit eftir 4 mínútur og 31 sekúndur í annarri lotu á The Ultimate Fighter 18 Finale.

Brynjar Hafsteinsson
Latest posts by Brynjar Hafsteinsson (see all)

Brynjar Hafsteinsson

-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.