spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Alexander Romanov

Á uppleið: Alexander Romanov

Það eru alltaf áhugaverðir nýliðar á hverju bardagakvöldi. Einn áhugaverðasti nýliði helgarinnar er Alexander Romanov.

Aldur: 29 ára
Bardagaskor: 12-0
Rothögg: 4
Uppgjafartök: 8
Stærsti sigur: Virgil Zwicker

Alexander Romanov mætir Brasilíumanninum Marcos Rogério de Lima á UFC bardagakvöldinu núna á laugardaginn í Las Vegas. Þetta er annar bardagi Romanov í UFC en hann átti að berjast við de Lima í september en þá greindist de Lima með COVID rétt fyrir bardagann. Þá kom Roque Martinez inn með stuttum fyrirvara og vann Romanov hann í annari lotu með uppgjafartaki.

Romanov er fæddur og uppalin í bænum Comrat í Moldóvíu. Lítið er vitað um líf Romanov en það litla sem við vitum er að hann hefur stundað ólympíska glímu frá unga aldri. Nokkru síðar skipti hann yfir í súmóglímu Síðan þegar hann varð eldri skipti hanni yfir í súmóglímu þar sem það eru peningar í henni.

Árið 2016 tók hann skrefið í MMA og tók sinn fyrsta bardaga í nóvember sama ár. Næstu árin náði hann sér í bardagaskorið 11-0 og allir sigrarnir voru eftir rothögg eða uppgjafartak. Þetta var nóg til að vekja athygli UFC sem sömdu við hann eftir ellefta bardagann en hann þurfti að bíða í eitt og hálft ár eftir því að fyrsti bardaginn í UFC yrði að veruleika.

Bardagastíll

Grunnurinn hjá Romanov er glíma þannig að það er hans sterkasta vopn en hann er með mjög góðar fellur. Eins klassískt og það er að líkja Austur evrópskum bardagamanni við Khabib þá ætla ég að gera það. Það er þó ekki glíman hjá Romanov sem líkist stíl Khabib heldur hvernig þeir berjast standandi.

Báðir taka nánast aldrei skref til baka og pressa andstæðinginn mjög mikið. Með þessu getur þeim gengið mjög vel á móti einhverjum sem er kannski með mun betri tækni en vegna pressunar og hræðslu við að vera tekinn niður ná þeir lítið að ógna standandi. Einnig eiga þeir það til að henda í óvenjuleg spörk en Romanov er með spörk sem koma á óvart miðað við vaxtarlag. Spörkin hans koma á skrítnum tímum og á skrítnu tempói en þetta virðist virka ágætlega fyrir hann.

Glíman hjá Romanov er þó ekkert sérstaklega líka Khabib þar sem Khabib vill oftast vera með öruggar stöður og festa andstæðinginn í jörðinni. Það gerir Romanov ekki heldur setur hann allt á fullt og lemur andstæðinginn mikið í stað þess að tryggja stöðuna. Þetta gerir það að verkum að andstæðingarnir eiga það til að komast upp en þá heldur þessi rosalega pressa bara áfram og hann tekur þá aftur niður og lemur þá meira.

Hversu langt getur hann náð?

Ég er nánast viss um að Romanov verður nafn sem mun verða til staðar ofarlega í þungavigtinni um komandi ár en hvort að hann nái belti er óljóst. Þakið er hátt hjá honum. Þó er erfitt að dæma hvernig hann mun standa sig í UFC enn sem komið er þar sem eini bardagi hans í UFC var með stuttum fyrirvara á móti öðrum nýliða. Sama hversu langt hann mun ná þá eru bardagarnir hans Romanov alltaf góð skemmtun. Eitt sem er þó víst er að fólk elskar skemmtilega þungavigtar bardagamenn og það er Romanov klárlega.

Hér að neðan má sjá tvo bardaga með honum áður en hann kom í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular