Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentÁ uppleið: Joaquin Buckley (UFC 255)

Á uppleið: Joaquin Buckley (UFC 255)

Það eru alltaf einhverjir efnilegir bardagamenn á hverju bardagakvöldi en sá áhugaverðasti um helgina er Joaquin Buckley.

Aldur: 26 ára
Bardagaskor: 11-3
Rothögg: 8
Uppgjafartök: 0
Stærsti sigur: Impa Kasanganay á UFC Fight Island 5

Joaquin Buckley skaust fram á sjónarsviðið með einu besta rothöggi sem sést hefur í UFC. Núna stuttu seinna mætir hann Jordan Wright í sínum þriðja bardaga í UFC. Wright er með bardagaskorið 11-0 en ef það er skoðað nánar er það alls ekki sannfærandi ferill. Þar er t.d. einn andstæðingur hans 0-21, annar 0-10 og síðan eru fjórir af þeim að taka fraumraun sína á móti honum. Þannig þetta er líklegast eitt falskasta bardagaskorið í UFC í dag. Síðan er bardaginn á móti Anthony Hernandez rúsínan í pylsuendanum þar sem Wright var rotaður á 40 sek en Hernandez féll á lyfjaprófi vegna kannabis og var bardaginn dæmdur ógildur. 

Bardagastíll

Buckley þeytti fraumraun sína í UFC á móti Kevin Holland en Buckley hafði einungis níu dögum áður unnið bardaga á móti Jackie Gosh í LFA. Bardaginn á móti Holland gekk alls ekki vel þar sem Buckley lenti einungis 10% af höggum sínum í höfuðið. Þetta má rekja til þess að hann notar eignlega bara króka og hann lyftir olnboganum oftast ekki nægilega hátt þannig það er auðveldara að verjast þeim. Það sem hann gerir þó vel með þessa króka eru að hann hendir oft í þrjá eða fleiri í sömu fléttu.

Andstæðingar hans ná kannski að nota tækni til að komast frá fyrstu höggunum en hann hittir þeim seinni þegar hann heldur áfram að elta með króka bæði í skrokk og hausinn. Þetta er alls ekki hátæknilegt en virkar vel á móti slakari andstæðingum – sérstaklega þegar þeir bakka beint afturábak. Reyndari bardagamenn ættu þó ekki að lenda í vandræðum með þetta.

Að horfa á Buckely er stundum eins og maður sé að horfa á einhvern spila UFC leikinn. Þessi spilari kann bara að nota króka og stundum ýtir hann á bara einhverja takka og þá gerist eitthvað klikkað. Þetta er ekki uppskrift af einhverju frábæru en getur alveg virkað í sumum bardögum.

Bardaginn á móti Wright er fullkominn bardagi fyrir Buckely þar sem þeir ættu báðir að vilja halda bardaganum standandi. Síðan lítur Wright mun betur út á blaði en hann getur raunverulega. Ef Buckely vinnur með rothöggi, sem er bara frekar líklegt, er það hellings eldstneyti á hæplestina.

Hversu langt getur hann náð?

Alls ekki langt nema að hann þróist verulega sem ég tel ekki líklegt. Hann getur kannski komist á topp 15 í einhvern tíma en til lengri tíma verður hann líklega bara nafn sem verður gott að senda á móti efnilegum bardagamönnum sem mælistika á hvort að þeir geti eitthvað.

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular