spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Miguel Baeza

Á uppleið: Miguel Baeza

Það eru alltaf einhverjir efnilegir bardagamenn á hverju bardagakvöldi og sá áhugaverðasti um síðustu helgi var Miguel Baeza.

Aldur: 28 ára
Bardagaskor: 10-0
Rothögg: 7
Uppgjafartök: 1
Stærsti sigur: Matt Brown

Miguel Baeza mæti Japananum Takashi Sato á UFC bardagakvöldi síðustu helgar og er núna ósigraður í tíu bardögum – þar af þrír í UFC. Hann er frekar spennandi bardagamaður úr MMA Masters æfingastöðinni í Flórída en þar æfir Colby Covington núna. 

Bardagastíll

Baeza er mjög agaður og vel þjálfaður bardagamaður en að mínu mati er það hans sterkasti kostur. Þannig að hann mætir alltaf með góða leikáætlun í bardagann sem hann fylgir. Hann byrjar oftast með mikið að lágspörkum í fremri kálfann á andstæðingum en þetta hægir á andstæðingnum og fær þá til að hika. Þegar þeir eru byrjaðir að hika fer hann að nota hendurnar meira en heldur samt áfram að nota lágspörkin. Einnig er Baeza með góða glímu en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Þrátt fyrir má segja að hann sé helst „striker“ og hafði hann lítið sýnt glímuna á móti sterkum andstæðingum þar til um síðustu helgi. Gegn Sato tók hann þann japanska niður í 2. lotu og kláraði með uppgjafartaki.

Bardaginn við Matt Brown

Bardaginn hans Baeza á móti Matt Brown var frekar sannfærandi og var hægt að læra mjög mikið um Baeza í þessum bardaga. Þar lenti hann í veseni snemma og var vankaður en kom til baka og náði að rota Brown snemma í annarri lotu. Ég held líka að Baeza hafi lært mikið af þessum bardaga þar sem hann var að elta rothöggið snemma sem kom honum í vandræði. Það sem var líklega mest sannfærandi við bardagann var að Baeza brotnaði ekki undan pressunni sem Brown setti á hann. Það hefði alls ekki komið á óvart að sjá jafn óreyndan bardagamann eins og Baeza brotna á móti reynsluboltanum Brown. 

Bardaginn á móti Sato

Persónulega bjóst ég við að Baeza myndi byrja með mikið af lágspörkum en hann virtist í staðinn aðallega sparka í skrokk Sato. Þetta gerði hann mjðg vel og úr fjarlægð. Þrátt fyrir að ég hafi búist við fleiri lágspörkum lenti hann engu að síður fimm lágspörkum. Baeza var mjög sannfærandi standandi og var að vinna bardagann þar en ákvað þrátt fyrir það að taka Sato niður þar sem hann var með ennþá meiri yfirburði. Bardaginn var búinn fljótlega eftir það enda læsti Baeza „arm triangle“ hengingu þegar skammt var eftir af 2. lotu. Þessi bardagi sýndi það bara betur að Baeza er mgög agaður og tekur góðar ákvarðanir í búrinu.

Embed from Getty Images

Hversu langt getur hann náð?

Ef hann heldur áfram að vera rólegur í búrinu og mætir með góða leikáætlun ætti hann að geta komist á topp 15 í veltivigtinni. Þar hef ég þó áhyggjur af því að hann lendi í vandræðum með þessa góðu glímumenn í flokknum þrátt fyrir að vera með svart belti í BJJ. Þannig Baeza verður líklega nafn sem verður í umræðunni í veltivigt á næstum árum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular