spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÁ uppleið: Tafon Nchukwi

Á uppleið: Tafon Nchukwi

Það eru alltaf einhverjir efnilegir bardagamenn á hverju bardagakvöldi og sá áhugaverðasti um helgina er Tafon Nchukwi.

Aldur: 26 ára
Bardagaskor: 4-0
Rothögg: 4
Uppgjafartök: 0
Stærsti sigur: William Knight

Kamerúninn Tafon Nchukwi mætir Bandaríkjamanninum Jamie Pickett á bardagakvöldi helgarinnar. Þetta er frumraun þeirra beggja í UFC en báðir komu þeir inn í gegnum Contender Series. Einnig er þetta er fyrsti bardagi Tafon í millivigt en áður hefur hann keppt í þungavigt og léttþungavigt. Það verður því spennandi að sjá hvernig hann lítur út í vigtuninni.

Þetta er einungis fimmti bardagi Tafon á ferlinum og hingað til hefur hann rotað alla andstæðinga sína. Hann tók sinn fyrsta áhugamannabardaga snemma árs 2017 og barðist þrisvar sem áhugamaður. Síðan tók hann sinn fyrsta bardaga sem atvinnumaður snemma 2019. Eftir þrjá bardaga fékk hann tækifæri í Contender Series og nýtti það vel með rothöggi í annarri lotu.

Ferill hingað til

Fyrstu tveir atvinnumannbardagar Tafon voru á móti frekar ómerkilegum andstæðingum sem er nú bara frekar eðlilegt. Síðan í sínum þriðja bardaga mætti hann William Knight sem var þá 6-0 og er að taka sinn annan bardaga í UFC núna um helgina. Þessum bardaga rústaði Tafon og leit gífurlega vel út. Þeir sem fylgast vel með UFC ættu að kannast við William Knight því að hann hefur unnið tvo bardaga í Contender Series og einn í UFC. Fyrir bardagann á móti Tafon hafði hann klárað alla bardagana sína en eftir að hafa verið standandi í smá stund með Tafon var hann kominn með nóg og reyndi að ná bardaganum niður. Það gékk ekki betur en það að Tafon stoppaði tilraunirnar hans, náði síðan að snúa honum við og kláraði bardagann með höggum í gólfinu.

Með þessum sigri komst hann í Contender Series og mætti þar Al Matavao en þann bardaga vann Tafon mjög sannfærandi. Bardaginn var alger einstefna en Al síndi mikið hjarta með því að gefast ekki upp. Það borgaði sig ekki því eftir að hafa þraukað fyrstu lotuna og það hægðist ekkert á Tafon lenti hann fullkomnu hásparki sem slökti ljósinn hjá Matavao. Það var hrottalegt rothögg og höfðu margir áhyggjur af Matavao þar sem hann lá meðvitundarlaus í einhvern tíma eftir sparkið. 

Hversu langt getur hann náð?

Ég ætla að vera það djarfur að halda því fram að Tafon Nchukwi sé mesta efnið sem hefur verið fjallað um hingað til í þessum uppleiðar greinum. Hann er með rosalega sannfærandi leik standandi en það mikilvægasta við þessa spá mína er það að hann æfir hjá Lloyd Irvin en hann er einn sá virtasti í BJJ heiminum. Tafon er nú þegar mjög góður standandi og bætir vonandi glímuna sína sem er þó alls ekki slæm. Með þetta held ég að Tafon geri tilkall til þess að verða meistari í UFC. Hann virðist bara vera með þetta.

Aðrir bardagamenn á kvöldinu

Núna í fyrsta skipti berst bardagamaður aftur eftir að það hefur verið fjallað um hann í þessum uppleiðargreinum. Það er hann Greg Hardy og mætir hann Marcin Tybura. Einnig er Jimmy Flick að taka sinn fyrsta bardaga í UFC um helgina en ég nefndi hann um daginn og sagði að hann yrði skemmtilegur bardagamaður áður en bardagi hans var felldur niður. Það verður því spennandi að fylgjast með Flick, Hardy og auðvitað Tafon um helgina.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular