spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexander Hernandez æfir á fullu í óvissunni

Alexander Hernandez æfir á fullu í óvissunni

Alexander Hernandez er sem stendur á fullu í undirbúningi sínum fyrir hið alræmda UFC 249 sem á að fara fram þann 18. apríl. Hernandez gerir sér fulla grein fyrir því að það sé alls ekkert öruggt að hann muni berjast á UFC 249.

Alexander Hernandez (11-2) á að mæta Islam Makhachev (17-1) í léttvigt á UFC 249. Makhachev sem hefur unnið sjö bardaga í UFC og tapað einum er núna staddur í Rússlandi þar sem ríkir algjört ferðabann og enn óráðið hvort hann muni komast úr landi. Þar að auki er enn óvitað hvar UFC 249 á að fara fram.

Hernandez sem er í 15. sæti styrkleikalistans í léttvigtinni segir að það sé þónokkur áskorun að undirbúa sig fyrir bardaga þegar svona mikil óvissa ríkir um hvort keppninautur hans verði tiltækur á tilsettum tíma eða þá hvort bardagakvöldið muni fara fram á annað borð.

„Við erum bara hér að bíða eftir staðfestingu [frá UFC], ég er meira að segja að bíða eftir að vera taggaður á Instagram til að fá að vita hvort einhverjir bardagar séu staðfestir eða ekki. Augljóslega þar sem Khabib er fastur þarna úti í Rússlandi ímynda ég mér að Islam sé á sama báti.“

Þrátt fyrir allt telur Hernandez sig hafa aðlagast breyttum aðstæðum vegna kórónaveirunnar ágætlega og að hans sögn heldur hann sig enn við efnið. Í fyrstu voru hnökrar á að halda mataræðinu réttu megin við línuna því erfitt reyndist að nálagst aðföng og hráefni til þess. Síðan fór að bera á lokunum eins og víðast hvar annars staðar þar á meðal æfingaaðstöðu kappans. Hernandez deyr ekki ráðalaus heldur er hann farinn að æfa af krafti heima hjá sér og fær meira að segja æfingafélaga í heimsókn.

„Ég er með frábæran hóp af fólki með mér í þessu. Ég er með alvöru tindáta sem eru tilbúnir að svara kallinu og gefa allt fyrir málstaðinn. Við settum fjalir og límrúllur fyrir gluggana og æfum á fullu eins og ekkert hafi í skorist. Það er ekki eins og ég þurfi eitthvað mikið af fólki, á þessum tímapunkti erum við bara að fara yfir tiltekin smáatriði í leikáætluninni.“

Hernandez hélt áfram og sagði að honum hafa sjaldan liðið jafn vel og talaði hann sérstaklega um andlegu hliðina.

„Ég er búinn að vera mjög snarráður og einbeittur í þessum æfingabúðum. Viðhorf mitt núna einkenninst af skeytingarleysi og mér er drullu sama og það er fallegt og frelsandi. Ég hef ekki verið með þetta viðhorf síðan örugglega í bardaganum gegn (Beneil) Dariush og loksins er það komið til baka!“

Fari það svo að Makhachev sem er æfingafélagi Khabib mæti ekki á svæðið þegar bardaginn á að fara fram er Hernandez með augastað á Diego Ferreira og Drew Dober en þeir munu að öllum líkindum mætast í maí á UFC Fight Night 174. Enn á þó eftir að staðfesta þann bardaga.

„Núna er ég með hugann á Islam en ég hef verið að fylgjast með hverjir eru að mæta hverjum og ég sá að Drew og Ferriera eiga að mætast í maí svo ég geti ímyndað mér að þeir báðir séu í formi og tilbúnir að stíga inn þannig ég hef líka verið að spá í þeim. En ég hef sagt það áður að það er alltaf ég á móti mér, svo mér er alveg sama hvern þeir setja fyrir framan mig.“

Hernandez sér hag sinn í því að mæta Diego Ferriera (17-2) sem hefur unnið sex bardaga í röð í UFC en hann skoraði á Ferriera á Twittersíðu sinni í febrúar og bað um bardaga gegn honum á UFC 249.

Allt viðtalið er hægt að sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular