Fyrri bantamvigtarmeistari UFC, Aljamain Sterling, hefur ekki gefið titilvonir sínar í fjaðurvigtinni og vill taka næsta skref í þá átt í apríl. Sterling vann bantamvigtartitilinn þegar hann sigraði Petr Yan árið 2021 en Sterling sigraði enga vinsældarkeppni þar sem hann vann titilinn með því að fá á sig ólöglegt hné og kvaðst ekki geta haldið áfram eftir það. Sterling náði þá að verja beltið í þrígang áður en hann laut í lægra haldi fyrir Saun O´malley en eftir þann bardaga ákvað Sterling að færa sig upp um flokk.
Sterling byrjaði vel í fjaðurvigtinni en hann sigraði Calvin Kattar í fyrsta bardaga sínum í nýrri vigt en í síðasta bardaga sínum tapaði Sterling fyrir Movsar Evloev með einróma dómaraákvörðun sem gæti hafa sett stein í götu Sterling í vegferð hans til fjaðurvigtarmeistara.
Í viðtali við MMA Junkie sagði Sterling að margir aðdáendur bardagaíþrótta hafi talið hann hafa sigrað bardagann við Evloev og þá hafi Sterling horft á bardagann nokkrum sinnum og væri viss um að niðurstaðan hafi verið röng. Sterling sagði þá að auðvitað færi úrskurðurinn í sögubækurnar sama hvað honum fyndist um niðurstöðuna en Sterling kvaðst vera tilbúinn til að taka annan bardaga við Evloev en hann vill stefna á bardaga í apríl til að koma sér aftur á sigurbraut. Ef Evlovev er ekki til vill Sterling fá Arnold Allen eða Brian Ortega en sigur yfir þeim myndi trúlega færa Sterling nær titilbardaga. Sterling vill ná fjaðurvigtarbeltinu til að bæta á goðsögn sína í UFC, hann hafi ekki áhuga á því að berjast bara til að berjast heldur vill hann berjast við bestu mennina um stærstu titlana.
Sterling er sem stendur í níunda sæti á styrkleikalista UFC yfir fjaðurvigtarbardagamenn samtakanna en hann gæti hreyft sig hratt upp listann með sigri yfir Allen eða Ortega.





