spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllen og Curtis með einn af bardögum ársins.

Allen og Curtis með einn af bardögum ársins.

Endurleikurinn milli Chris Curtis og Brendan Allen fór fram í gærnótt og olli áhorfendum ekki vonbrigðum. Þessi viðureign verður pottþétt í umræðunni um bardaga ársins í lok árs. 

Allen átti upprunalega að mæta Marvin Vettori, en hann þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Allen kallaði þá eftir Jared Cannonier, Robert Whittaker eða Adesanya. Það var hins vegar Chris Curtis sem tók að sér verkefni með 2 vikna fyrirvara. En Curtis sigraði áður Brendan Allen með höggum árið 2021.

Endurleikurinn fór allar 5 loturnar og fór mest fram standandi í box fjarlægð. Allen hafði það fram yfir Chris Curtis að geta hótað því að skjóta í Takedown og gerði það í heildina 13 sinnum, þar af voru 6 tilraunir sem enduðu í gólfinu. Þetta reyndist Allen mikilvægt vopn til að auka víddina í bardaganum. Chris Curtis átti frekar auðvelt með að standa og boxa við Allen og virtist bardaginn ætla að falla með Curtis þegar Allen gleymdi sér of lengi í boxinu. 

Ekki voru allir aðdáendur né dómarar sammála um að Allen hafði unnið bardagann, en það gerist gjarnan þegar keppendur eru mjög jafnir og eru til í að leggja allt í sölurnar. Í hvert skipti þegar Allen virtist ætlaði að fjara út þá gróf hann dýpra, fann viljastyrkinn og byrjaði að svara fyrir sig. 

Chris Curtis meiddist illa á loka sekúndum bardagans og var sjáanlega ósáttur eftir bardagann. Að öllum líkindum hefur hann tognað aftan á læri, en það er ekki búið að staðfesta það að svo stöddu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular