Sunday, May 19, 2024
HomeErlentWhittaker telur titilskot Adesanya slæmt fyrir sig

Whittaker telur titilskot Adesanya slæmt fyrir sig

Robert Whittaker hefur látið skoðun sína í ljós að hann sé ekki hrifinn af því að Israel Adesanya fái aftur að berjast um titilinn en segist þó skilja það: “Dricus er meistarinn og hann fær það sem hann vill”.

Dricus Du Plessis hefur ýjað að því að hann muni verja beltið sitt gegn Israel Adesanya á UFC 305 í Perth, Ástralíu. Robert Whittaker er á leið í bardaga gegn Khamzat Chimaev 22. júní og hefur Dana White, forseti UFC, sagt að sigurvegari þeirrar viðureignar vinni sér inn rétt á næsta titilbardaga.


Whittaker sagði í samtali við MMArcade hlaðvarpið að það boði ekki gott fyrir sig ef Adesanya vinnur Du Plessis því hann hafi nú þegar tapað tvisvar fyrir honum í titilbardögum og telur hann sjálfur ólíklegt að honum verði gefið þriðja tækifærið.

Whittaker var spurður út í bardagann milli Dricus og Israel sem hann viðurkenndi að væri áhugaverður og gæti hann séð bardagann fara í báðar áttir. Hann gæti séð Adesanya fara illa með hann allar 5 loturnar en Dricus væri harður í horn að taka og með vandræðalegan stíl sem gæti truflað takt Adesanya. Hann sagði að Adesanya hafi ekki náð að aðlagast að því sem Sean Strickland lét hann finna fyrir þegar hann missti beltið sitt fyrir honum og ef Du Plessis gerir eitthvað svipað þá gæti það reynst árangursríkt.

Miklar hreyfingar hafa verið í millivigtinni í UFC eftir ákveðna stöðnun í deildinni. Í býsna langan tíma vann Israel Adesanya alla titiláskorendur og Robert Whittaker vann flesta aðra sem reyndu að blanda sér í titilbaráttuna. Alex Pereira hristi allvel upp í deildinni þegar hann sigraði Adesanya fyrstur manna en Adesanya kom sterkur tilbaka og rotaði Pereira nokkrum mánuðum síðar. Núna virðist allt galopið eftir að Sean Strickland rændi Adesanya beltinu aftur og missti það svo til Dricus Du Plessis en mikið var deilt um niðurstöðu þess bardaga og er fyrrverandi meistarinn Sean Strickland allt annað en sáttur við þá ákvörðun UFC að gefa honum ekki annað tækifæri gegn Dricus strax og hefur hann m.a.s. hótað að yfirgefa UFC vegna þess.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular