Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentFimmta Lotan: Rothögg mánaðarins

Fimmta Lotan: Rothögg mánaðarins

Fimmta Lotan hefur byrjað með nýjan lið í gegnum Instagram stories þar sem þeir tilnefna 3 rothögg í UFC úr nýliðnum mánuði og leyfa fylgjendum sínum að kjósa.

Tilnefningarnar fyrir mars mánuð voru:
1. Vinicius Oliveira – Flying knee vs. Benardo Sopaj (2. mars)
2. Steve Erceg – Vinstri Krókur vs. Matt Schnell (2. mars)
3. Dustin Poirier – Hægri (fremri) krókur vs. Benoit Saint-Denis (UFC 299 10. mars)

Sigurvegari kosningarinnar með 51% atkvæða var Vinicius Oliveira.
Bardaginn við Benardo Sopaj var mjög spennandi og fór fram og tilbaka. Michael Bisping lét orðin: “algjörir yfirburðir” falla um frammistöðu Sopaj fyrr í bardaganum en Oliveira tókst á endanum að brjóta hann niður, ekki síst með góðum lágspörkum, og kláraði hann endanlega með einu flottasta fljúgandi hné í manna minnum.

Dustin Poirier var ekki langt á eftir í kosningunni en hann fékk 44% atkvæða.
Það var mikil spenna sem myndaðist fyrir viðureign Piorier og Saint-Denis og töldu margir frakkann sigurstranglegri og að ákveðin kynslóðaskipti væru að eiga sér stað en Dustin Poirier kæfði allar gagnrýnisraddir með rothöggi í 2. lotu.
Poirier gæti með þessu hafa unnið sér inn næsta titilskot á Islam Makhachev en óneitanlega hafði Staph sýking og sýklalyfjakúr Benoit Saint-Denis áhrif á bardagann og úrslit hans án þess að taka neitt frá frábærri frammistöðu Dustin Poiriers sem gæti vel barist um léttvigtar beltið í sumar eða haust.

Í þriðja og síðasta sæti kosningarinnar var Steve Erceg með 5% atkvæða
Steve Erceg fékk ekki mörg atkvæði í kosningunni en með rothöggi sínu gegn Matt Schnell vann hann sér inn næsta titiltækifæri í fluguvigtinni en hann mun mæta meistaranum Alexandre Pantoja í aðal bardaga kvöldsins á UFC 301 í Ríó, Brasilíu 4. maí.
Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun Dana White og UFC að gefa Steve Erceg titilbardaga þar sem hann situr í 10. sæti styrkleikalistans.

Núna stendur yfir kosning um Uppgjafartak Mánaðarins og hvetjum við lesendur til að kíkja á Instagram Fimmtu Lotunnar og kjósa!

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular