spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllt var á suðupunkti þegar Jamahal Hill hitti Alex Pereira (Myndband)

Allt var á suðupunkti þegar Jamahal Hill hitti Alex Pereira (Myndband)

Það mátti minnstu muna að til handalögmála kæmi þegar Jamal Hill og Alex Perreira hittust í UFC Performance Institute en myndbandsupptaka náðist af atvikinu.

Pereira er léttþungavigtarmeistari UFC en hann barðist við Hill í apríl síðastliðnum þar sem hann stöðvaði Hill í fyrstu lotu með fallegu rothöggi. Frá þeim tíma hefur Hill verið duglegur að tala um Pereira við alla sem vilja hlusta og á tímabili virtist hann kenna ósigrinum um að dómarinn hafi ekki stoppað bardagann þegar hann sparkaði í pung Pereira. Hill hefur haldið því fram að rothöggið hafi verið heppni og að bardaginn hafi ekki sýnt rétta mynd af gæðum þeirra sem bardagamanna og vill ólmur fá tækifæri til að hefna sín.

Á myndbandsupptökunni má sjá Pereira æfa á stórum púða í boxhönskum þegar Hill nálgast hann. Það má greina spennu allt frá því að Hill sér Pereira en samskipti þeirra virðast vinaleg í fyrstu en eftir nokkur orð sést snörp breyting á líkamstjáningu þeirra. Hill gengur á eftir Pereira og segir eitthvað og þá réttir Pereira út boxhanska og bendir honum að koma með sér í hringinn. Þjálfari Pereira gengur á milli þeirra og eftir einhver orðaskipti tekur þjálfari Pereira hann frá Hill.

Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum og má ætla að Hill hafi smokrað sér nokkrum skrefum nær tækifærinu til að hefna fyrir tapið í apríl.

EKKI MISSA AF BARDAGAVEISLU Á MINIGARÐINU 7.DESEMBER

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular