spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva berst á morgun og öllum er sama

Anderson Silva berst á morgun og öllum er sama

anderson silvaAnnað kvöld mætir goðsögnin Anderson Silva kjaftfora Bretanum Michael Bisping. Bardaginn fer fram á morgun en samt er enginn að tala um bardagann.

Þessa dagana snýst allt um Conor McGregor og bardaga hans gegn Nate Diaz. Afskaplega lítill áhugi og umtal virðist vera í kringum bardaga Anderson Silva.

Tímarnir hafa svo sannarlega breyst hjá Anderson Silva. Hér áður fyrr ríkti alltaf gífurleg eftirvænting eftir bardögum Silva og var hann einn af þeim sem allir þurftu að fylgjast með. Hann var svona „must see TV“ bardagamaður. Maður varð að horfa á hann í beinni til að vita hvað hann gerir og hvernig hann myndi vinna.

Maðurinn var líka besti bardagamaður heims. Enginn hefur klárað jafn marga bardaga í UFC eins og hann (14), enginn hefur sigrað jafn marga bardaga í röð og hann (16), enginn hefur varið belti sitt jafn oft og hann (10) og enginn hefur haldið belti í UFC jafn lengi og hann gerði (2457 dagar).

Sú var tíðin að Anderson Silva var ósigrandi millivigtarmeistarinn. Hann var með einhverja ósigrandi áru og voru flestir búnir að tapa áður en þeir gengu í búrið gegn honum. Í dag er hann fertugur, hefur nýlokið afplánun á keppnisbanni eftir fall á lyfjaprófi og kom með einhverja vandræðalegustu og lélegustu vörn gegn keppnisbanninu í sögu MMA. Í stuttu máli fundust sterar í lyfjaprófi Silva fyrir bardaga hans gegn Nick Diaz en Silva hélt því fram að sterarnir hefðu verið í stinningarlyfi sem hann fékk frá vini sínum sem var nýkominn frá Tælandi. Nánar má lesa um lyfjamálið hér.

Orðspor hans eftir þetta hefur svo sannarlega beðið hnekki. Sú var tíðin að Anderson Silva var stór stjarna í Brasilíu. Hann var eins stærsta íþróttastjarna landsins og birtist í stórum auglýsingum fyrir vörumerki á borð við Burger King og Nike. Fyrir bardaga hans ríkti gífurleg eftirvænting í Brasilíu. Silva var í öllum fjölmiðlum að tala um bardagann, andlit hans var á stórum auglýsingaskiltum og var ekki talað um annað en bardaga Anderson Silva nokkrum vikum fyrir og eftir bardagann.

Í dag ríkir nánast algjör þögn um Silva daginn fyrir bardagann. Enginn er að tala um bardagann, Silva er ekki í endalausum sjónvarpsviðtölum og ekki sést hann í auglýsingum í dag. Það er kannski ofsögum sagt að segja að öllum sé sama um bardagann en það virðist vera afskaplega lítill áhugi á að sjá einn besta (ef ekki þann besta) bardagamann sögunnar keppa. Það má segja að fallið hjá Silva hafi verið ansi hátt.

Kannski er ekki öll von úti enn fyrir Silva. MMA aðdáendur eru fljótir að gleyma og það þyrfti ekki nema flott rothögg (og hreint lyfjapróf..) frá Silva á morgun og þá munu allt í einu allir fara að tala um Silva aftur.

Bardagakvöldið á morgun verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 21.

Michael bisping Anderson Silva

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular