spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnderson Silva mætir Nick Diaz í janúar (staðfest)!

Anderson Silva mætir Nick Diaz í janúar (staðfest)!

Anderson-Silva-winningÍ gærkvöldi bárust þær fregnir að Anderson Silva og Nick Diaz muni mætast á UFC 183 þann 31. janúar. Bardaginn fer fram í millivigt og verður sannkallaður risabardagi! Þetta tilkynnti Dana White, forseti UFC, á ESPN sjónvarpsstöðinni í gær en bardaginn mun fara fram í Las Vegas.

Báðir bardagamenn munu snúa aftur eftir langa pásu. Anderson Silva hefur ekki barist síðan 28. desember 2013 eða síðan hann braut sköflunginn á sér í tvennt gegn Chris Weidman í titilbardaga í millivigt. Nick Diaz hefur ekki barist síðan 16. mars 2013 er hann tapaði fyrir Georges St. Pierre í titilbardaga í veltivigtinni. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem tveir bardagamenn með tvö töp í röð mætist í aðalbardaga kvöldsins.

anderson silva forrest griffin
Anderson Silva sýndi ótrúleg tilþrif gegn Forrest Griffin.

Þrátt fyrir töpin verður þetta einn stærsti bardagi í sögu UFC en báðir bardagamenn eru risastjörnur. Anderson Silva var millivigtarmeistari UFC í sjö ár og leit út fyrir að vera ósigrandi þangað til Chris Weidman rotaði hann. Lengi vel var talað um að Silva tæki ofurbardaga gegn annað hvort Jon Jones, léttþungavigtarmeistara UFC, eða Georges St. Pierre, fyrrum veltivigtarmeistara UFC, en ekkert varð úr því. Anderson Silva er nú orðinn 39 ára gamall og ólíklegt að hann muni aftur fá titilbardaga. Silva mun þess í stað sennilega taka skemmtilega bardaga líkt og nú gegn Diaz.

Nick Diaz skrifaði nýlega undir nýjan samning við UFC en hann hafði lengi vel átt í erjum við bardagasamtökin vegna launamála. Eftir bardaga hans við Georges St. Pierre sagðist hann vera hættur (ekki í fyrsta sinn) en enginn bjóst við að honum væri fúlasta alvara. Nick Diaz er ein af stærstu stjörnum UFC og var á sínum tíma veltivigtarmeistari Strikeforce samtakanna.

UFC hefur lengi reynt að setja saman risabardaga en sjaldan tekist ætlunarverk sitt. Áðurnefndir risabardagar milli Silva og GSP og Jones hafa ekki tekist og þá hefur UFC daðrað við þá hugmynd að láta Anthony Pettis (léttvigtarmeistara UFC) og Jose Aldo (fjaðurvigtarmeistara UFC) berjast. Loksins fá aðdáendur risabardaga milli tveggja stærstu stjarna UFC í dag.

nick diaz-scott smith
Nick Diaz er með ein bestu skrokkhöggin í MMA.
anderson-silva-vitor-belfort
Anderson Silva rotar Vitor Belfort með framsparki.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular