Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeForsíðaGlímugreining: Helgi Rafn Guðmundsson

Glímugreining: Helgi Rafn Guðmundsson

Helgi Rafn
Helgi Rafn

Glímugreining er nýr liður hjá MMA Frétttum þar sem við fáum helstu sérfræðinga landsins til að greina glímur með þeirra innsæi og reynslu.  Í þetta skipti er það Helgi Rafn Guðmundsson sem ætlar að deila með okkur sérþekkingu sinni.  Helgi er BJJ og Tækvandó sérfræðingur og mikill áhugamaður um allar bardagaíþróttir

Gefum Helga Rafni orðið:

Marcelo Garcia er minn uppáhalds glímumaður. Hann er með gífurlega snerpu, jafnvægi og er með einn litskrúðugasta feril nokkurs BJJ glímumanns. Stílinn hans er mjög flottur en einfaldur. Hann notar lítið af flókinni tækni en virðist reiða sig meira á hraða og tímasetningu hreyfinganna ásamt ótrúlega fínni nákvæmni í tækninni.  Marcelo er þekktur fyrir hengingarnar sínar, sér í lagi rear naked choke og guillotine choke.  Marcelo skaust hratt upp í metum þegar hann sigraði sinn flokk á ADCC árið 2003 þar sem hann vann fjórar glímur á rear naked choke og eina á stigum áður en hann tapaði gegn Marcio Cruz í annari glímunni sinni í opna flokknum. Marcelo hefur sigrað ADCC fjórum finnum, oftar en nokkur annar glímumaður, hann hefur auk þess orðið heimsmeistari fimm sinnum.

Hér er hann að glíma við Alexandre “Xande” Ribeiro sem er einnig goðsögn í BJJ heiminum með 6 heimsmeistartitla. Þessi glíma er um bronsið í opnum flokki á ADCC 2005, en þar hafði Marcelo tapað fyrir Ronaldo “Jacare” Souza og Xande tapaði fyrir Roger Gracie í undanúrslitunum.  Marcelo er minnstur af þessum keppendum en hann keppir í -77kg flokkinum.

 Greining

 

0:30 – Glíman byrjar á því að þeir þreifa fyrir gripunum standandi. Marcelo reynir armdrag – single leg sem er ein algengasta fella hans en Xande stendur sterkur og grípur í Marcelo.  Xande er einmitt víða orðaður sem einn gripsterkasti glímumaðurinn og um leið og hann grípur í Marcelo fer Marcelo í butterfly guardið sitt.

0:40 – Xande þröngvar sér í half guard og nær að lokum góðu crossface sem fletur Marcelo út.

1:00 – Xande er ekki með underhook á fjærhöndinni og Marcelo ætlar að nýta sér það. Marcelo notar underhook-inn og bridge til að reyna að koma Xande af sér. Það gengur ekki og Xande notar hreyfingu Marcelo til að losa fótinn og komast í mount.

1:07 – Marcelo leyfir Xande ekki að tryggja stöðuna almennilega, heldur hreyfir sig stöðugt til að reyna að trufla jafnvægið hans og nær loks fæti undir Xande og framkvæmir flott sweep sem endar í closed guard hjá Xande.

1:40 – Eftir smástund þar sem báðir reyna að sækja stendur Marcelo upp og opnar guardið hjá Xande. Xande verst því á algengan hátt með því að sveifla fætinum yfir nærfótinn hjá Marcelo og reynir fótalás. Marcelo verst og þeir fara í liggjandi fótalásastöðu þar sem báðir reyna að sækja en að lokum ákveður Marcelo að standa upp og sækir á opið guard hjá Xande.

2:09 – Xande er nálægt því að ná stóru sweep-i á Marcelo.

2:19 – Marcelo opnar guardið hans Xandei eins og áður en núna sækir Xande ekki í fótinn.

2:28 – Marcelo nær innri stjórn við mjöðm Xande en nær ekki að halda hinni höndinni á réttum stað og Xande sækir með triangle sem klikkar. Marcelo reynir að passa opna guardið hans.

3:05 – Marcelo nær að færa krókana hans Xande inn fyrir miðlínuna og það opnar fyrir glæsilegt hoppandi hip switch pass hjá Marcelo.

3:38 – Xande heldur sér á hliðinni til að koma í veg fyrir að Marcelo nái að tryggja stöðuna. Hann reynir að koma sér upp á fjórar fætur en þar er Marcelo einn sá besti í heimi að sækja. Marcelo stekkur á bakið á Xande. Það sem fylgir eru mörg tæknileg smáatriði sem Marcelo gerir til að halda stöðunni. Þegar Marcelo er svo kominn ofan á er Xande tregur við að hreyfa sig enda mikil áhætta sem hann tekur við að reyna að losna.

4:50 – Þegar Xande reynir loks að komast út úr stöðunni nær Marcelo að þétta gripið um hálsinn hans og klárar glímuna með fallegu rear naked choke gegn sér mun stærri og sterkari andstæðing og sýndi enn og aftur af hverju þetta bragð er kallað “ljónabaninn”.

Eftir glímuna faðmast Xande og Marcelo og greinilegt að mikil virðing ríkir á meðal þessara bestu glímumann heims. Marcelo gengur að bróður Xande, Saulo Ribeiro, og faðmast þeir einnig brosandi eftir glímuna.

Upprennandi glímumenn geta lært mikið af þessari glímu.

  •      Hvernig Xande notaði þunga pressu til að passa guardið hans Marcelo.
  •      Hvernig Marcelo slapp úr mountinu og sótti strax í sweepið.
  •      Hvernig Marcelo opnaði guardið.
  •      Hvernig Marcelo skemmdi opna guardið hjá Xande með því að færa krókinn inn fyrir miðju.
  •      Hvernig Marcelo náði og hélt bakinu á Xande.
  •      Sameiginleg virðing þessara tveggja heimsklasa íþróttamanna.

MMA Fréttir þakka Helga fyrir góða og skemmtilega greiningu

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular