spot_img
Wednesday, December 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAnton Smári tapaði gegn heimamanni

Anton Smári tapaði gegn heimamanni

Anton Smári Hrafnhildarson var annar Mjölnismanna inní búr í dag og var hann einnig að þreyta frumraun sína í MMA. Hann mætti og tapaði fyrir heimamanni að nafni Ndubuisi en lítið annað var vitað um andstæðing hans fyrirfram.

Anton Smári byrjaði mjög sterkt og sló Ndubuisi niður með vinstri krók snemma en hann var fljótur aftur á fætur. Ndubuisi náði svo vel tímasettri fellu um miðja 1. lotu. Anton gerði vel að koma sér á lappir og náði að stöðva aðrar fellutilraunir í lotunni.

Ndubuisi náði að þvinga fram mikil glímuátök í 2. lotu og náði að tryggja eina fellu undir lok lotunnar.

Í 3. lotu lennti Ndubuisi nokkrum þungum höggum sem Anton hefur fundið fyrir og náði Ndubuisi að þvinga fram enn meiri glímu eftir það. Anton náði ekki aðskilnaði við andstæðinginn fyrr en í bláendann á lotunni en lenti þó a.m.k. einu góðu höggi í heiðarlegri tilraun til að enda bardagann á rothögginu sem hann hefði að öllum líkindum þurft.

Ndubuisi sigraði á einróma ákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular