spot_img
Tuesday, January 20, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlent Anton Smári ekki úr leik á Norðurlandamótinu

[Leiðrétting] Anton Smári ekki úr leik á Norðurlandamótinu

Anton Smári Hrafnhildarson mætti og tapaði gegn heimamanninum Simon Junkergard frá Föreningen Coloseum Fightcenter Skövde á Norðurlandamótinu í Skara, Svíþjóð. Bardaginn endaði í annarri lotu en Simon náði Antoni í guillotine choke og neyddi hann til að tappa út

Anton var mjög yfirvegaður í fyrstu lotu og valdi höggin sín vel. Andstæðingurinn hafði mun lengri faðm sem Anton þurfti að vinna sig framhjá. Anton lenti mörgum góðum höggum í fyrstu lotu og Simon skaut í fellur af illri nauðsyn eftir að hann hafði étið nokkur högg. Simon náði einni af þremur fellum en Anton tekur líklega lotuna fyrir fleiri högg lent.

Simon lenti góðu höggi snemma í annarri lotu og virtist fá smá meðbyr eftir það. Anton hélt þó ró sinni og skaut í fellu. Simon varðist því vel en Anton gafst ekki upp að elta felluna og hélt Simon upp við búrið og reyndu að tengja saman hendurnar í bodylock. Simon tókst að krækja hendinni um hálsinn á Antoni í guillotine choke sem reyndist þétt og Anton endar á að tappa út.

Fyrstu fréttir sögðu að Anton væri úr leik á mótinnu en það reyndist ekki rétt. Anton berst upp á bronsið á seinni degi mótsins.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið