Fimmta Lotan gaf út tvo hlaðvarpsþætti um áramótin. Það var auðvitað Kryddsíldin og svo skemmtilegt spjall við Benedikt Gylfa og Hildi Loftsdóttur hnefaleikaparið flotta.
Hnefaleikaparið Benni og Hildur úr HFH hefja nýja hlaðvarpsárið. Benni er virkasti keppandi landsins um þessar mundir og Hildur byrjaði að keppa aftur eftir árs hlé frá hnefaleikum. Þau stefna bæði á að keppa í Elite-flokki á árinu og halda áfram sínum dugnaði árið 2025 enda fyrsta keppnisferðin skipulögð í janúar.
Svo gerðum við auvitað upp árið sem var að líða. Í Kryddsíldinni fórum við yfir hlustendakosningar Fimmtu Lotunnar og krýndum bardagafólk ársins 2024.