spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAron Leó tekur skrefið í atvinnumennskuna

Aron Leó tekur skrefið í atvinnumennskuna

Aron Leó Jóhannsson mun berjast sinn fyrsta atvinnumanna bardaga 22. júní þegar hann mætir Bradley Tedham á Caged Steel 36 í Doncaster, Englandi.

Aron Leó barðist sinn síðasta áhugamanna bardaga í september í fyrra þegar hann mætti Matthew Oki sem var jafnframt hans fyrsti bardagi á Caged Steel viðburði þar sem RVKMMA eiga oftar en ekki nokkra fulltrúa. Aron er með 3-3 amateur record og hefur m.a. barist á Evrópumeistaramóti IMMAF í áhugamanna MMA.

Bradley Tedham andstæðingur Arons er 25 ára Englendingur sem berst fyrir Tapout Knockout MMA í Carlisle, Cumbria. Samkvæmt Tapology.com er hann búinn með 1 atvinnumanna bardaga á Full Contact Contender í Liverpool, Englandi sem hann tapaði á uppgjafartaki. Sá bardagi var í mars á þessu ári og ætlar Bradley greinilega að koma með skjóta endurkomu. Fyrir það hafði hann aðeins barist einu sinni á áhugamanna stigi ef marka má Tapology síðuna hans en hann tapaði þeim bardaga einnig á uppgjafartaki.

Aron sagðist ekki geta beðið eftir að þreyta atvinnumanna frumraun sína í myndbandi sem Caged Steel gaf út á samfélagsmiðlum í samstarfi við RVKMMA og Fimmtu Lotuna og segir hann að þetta verði heljarinnar kvöld.

RVKMMA fá vanalega nokkur pláss á bardagakvöldum Caged Steel í Doncaster og verður áhugavert að sjá hvaða fleiri lærisveinar bræðrana Bjarka og Magga í RVKMMA fá bardaga á þessum viðburði.

Það verður að teljast nokkuð líklegt að annað hvort Jhoan Salinas eða Aron Kevinsson snúi einnig aftur til Doncaster í júní, eða jafnvel báðir, því þeir eru báðir ríkjandi meistarar í sínum flokkum. Þeir sigruðu báðir titilbardaga sína síðast þegar Caged Steel var haldið í Doncaster í desember í fyrra. Litlu munaði að RVKMMA færi heim með 3 belti það kvöld en Hrafn Þráinsson var kominn vel á veg með að sigra Will Bean í titilbardaga áður en að augnpot varð til þess að bardaginn var stöðvaður og dæmdur sem No Contest.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular