Ásgrímur Gunnar Egilsson, sem féll frá 13. desember sl. aðeins 31 árs gamall, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn nk. kl 13:00.
Ási keppti bæði og þjálfaði í Hnefaleikafélagi Kópavogs og varð Íslandsmeistari 3 ár í röð: 2017, 2018 og 2019.
Ása verður sárt saknað af öllum þeim sem voru svo heppnir að kynnast honum og hnefaleikasenunni allri. VBC héldu opna sparr æfingu til minningar um Ása rétt fyrir jól og talið er að 80-90 manns hafi mætt honum til heiðurs og til minningar um góðan vin.
MMA Fréttir votta öllum vinum og ættingjum Ása samúð á þessum erfiðu tímum.
Megi hann hvíla í friði.