spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBelal Muhammad dregur sig úr keppni fyrir UFC 310

Belal Muhammad dregur sig úr keppni fyrir UFC 310

Síðasti pay-per-view viðburður ársins, UFC 310, verður haldinn 7. desember í T-Mobile Arena, Las Vegas. Belal Muhammad átti að mæta Shavkat Rakhmonov í aðalbardaga kvöldsins en Belal hefur nú neyðst til þess að draga sig úr keppni vegna beinsýkingar í tá.

Það stóð til að Belal myndi verja veltivigtartitil sinn í fyrsta skipti gegn hinum ósigraða Shavkat Rakhmonov eftir að hafa sigrað Leon Edwards í júlí fyrr á þessu ári. Belal er á 10 bardaga sigurgöngu fyrir utan 1 No contest úr fyrri viðureign hans gegn Leon Edwards. Shavkat Rakhmonov er hins vegar enn ósigraður með atvinnumannametið 18-0 og hefur aldrei neinn bardagi farið alla leið í dómaraúrskurð.

Belal birti myndband af sér á sjúkrahúsi og myndir af meiðslunum á instagram síðu sinni. Hann sagði að áætlun Allah væri besta áætlunin, hann baðst afsökunar til þeirra sem ætluðu að mæta að horfa á hann og lofaði að hann muni snúa fljótt tilbaka.

Shavkat sendi Belal batakveðjur á X og sagðist einnig vera tilbúinn að mæta hvaða áskoranda sem er fyrir bráðabirgðatitilinn.

Enn er óljóst hvað UFC gera en Alex Pereira og Magomed Ankalaev hafa strax ýjað að því á samfélagsmiðlum að þeir gætu mögulega hlaupið í skarðið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular