spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentReglubreytingar í UFC taka gildi um helgina

Reglubreytingar í UFC taka gildi um helgina

Brandon Moreno og Amir Albazi mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Edmonton, Alberta í Kanada um helgina þar sem nýjar reglubreytingar munu taka gildi varðandi 12-6 olnboga og hvað telst sem jarðbundinn andstæðingur.

12-6 olnbogar:
12-6 olnboga högg hafa hingað til verið bönnuð og er frægasta dæmið eina tap Jon Jones á ferlinum þegar hann gerðist sekur um slíkt í bardaga gegn Matt Hamill árið 2009. Mörgum hefur þótt þessi regla óþarfi og fagna því eflaust margir að hún heyri sögunni til.

Jarðbundinn andstæðingur (grounded opponent):
Hingað til hefur verið nóg að setja eina hönd á jörðina til þess að teljast “grounded” eða jarðbundinn og þannig komist hjá því að eiga á hættu að vera sparkaður eða hnéaður í höfuðið. Nýlegt dæmi um slíkt átti sér stað í bardaga milli Arnold Allen og Movsar Evloev. Evloev setur þá aðra hendina í gólfið og Allen hnéar hann í höfuðið sem var þá ólöglegt en verður leyfilegt frá og með laugardeginum.
Til þess að bardagamaður teljist jarðbundinn verður nú hné eða olnbogi að snerta gólfið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular