spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Mousasi sigraði Lima og endurheimti beltið

Bellator: Mousasi sigraði Lima og endurheimti beltið

Bellator 250 fór fram í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Gegard Mousasi og Douglas Lima um millivigtarbeltið.

Beltið í millivigtinni var laust eftir að Rafael Lovato Jr. lét beltið af hendi fyrr á árinu. Mousasi, sem tapaði beltinu til Lovato á sínum tíma, fékk því tækifæri til að endurheimta beltið í gær. Hann mætti Douglas Lima í gær en Lima er ríkjandi veltivigtarmeistari.

Bardaginn var taktískur og var Mousasi með yfirhöndina yfir loturnar fimm. Hann var þolinmóður, pressaði stíft, notaði stunguna og náði tveimur fellum í upphafi og lok bardagans.

Lima var mjög hikandi og sótti lítið fyrstu þrjár loturnar. Lima átti fína spretti þegar hann sótti fram en það var of lítið um það hjá honum. Lima er með hættuleg spörk en byrjaði ekki að nota þau fyrr en í síðustu tveimur lotunum. Það tók sinn toll á Mousasi en kom of seint. Mousasi viðurkenndi eftir bardagann að spörkin hefðu meitt hann.

Mousasi sigraði því eftir dómaraákvörðun og endurheimti þar með millivigtarbeltið.

Sabah Homasi átti síðan tilþrif kvöldsins þegar hann kláraði Bobby Voelker í 2. lotu.

Bardagarnir voru í beinni á Youtube en hér má sjá aðalhluta bardagakvöldsins:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular