spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBen Askren leystur undan samningi hjá Bellator - er hann á leið...

Ben Askren leystur undan samningi hjá Bellator – er hann á leið í UFC?

askrenNúverandi veltivigarmeistari Bellator, Ben Askren, hefur verið leystur undan samningi hjá samtökunum. Björn Rebney, forseti Belletor, staðfesti þetta í dag á Twitter. Askren, sem er ósigraður með 12 sigra, hefur lýst yfir áhuga á því að keppa í UFC og meðal annars viðrað þá skoðun sína að hann eigi að fá að mæta núverandi UFC meistaranum Georges St. Pierre.

Bellator eru með svokallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) á tilboðum sem berast í keppendur sem berjast í samtökunum. Rebney gaf það þó út að Bellator myndi ekki leitast við að jafna möguleg tilboð sem kynnu að berast í Askren og því væri honum frjálst að færa sig yfir í önnur samtök.

Margir aðdáendur eru spenntir fyrir því að sjá hvaða áhrif Askren getur haft í veltivigtardeild UFC, en Askren er mjög fær glímukappi og er m.a. fjórfaldur “All-American” í bandarísku háskólaglímunni. Askren hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óspennandi í bardögum sínum en sem dæmi vann hann sex bardaga í röð með því að taka andstæðinga sína niður og sigra þá eftir dómaraúrskurð.

Miklar líkur eru taldar á því að UFC geri samning við Askren og fyrir okkur Íslendinga verður fróðlegt að fylgjast með því hver næsti andstæðingur hans verður, þar sem hann keppir í sama þyngdarflokki og Gunnar Nelson. Andstæðingur Gunnars fyrir næsta bardaga hefur ekki enn verið ákveðinn og mögulegt að Askren verði sá andstæðingur.

Tengil á Twitter síðu Rebney og Askren má sjá hér:

https://twitter.com/BjornRebney

https://twitter.com/Benaskren

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular