spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBestu bardagar helgarinnar: UFC 259

Bestu bardagar helgarinnar: UFC 259

UFC er með eitt stærsta bardagakvöld ársins í nótt þar sem eru þrír titilbardagar. Hér förum við aðeins yfir bestu og áhugaverðustu bardaga helgarinnar.

Titilbardagarnir þrír eru auðvitað alltaf spennandi og áhugaverðir en hér förum við aðeins yfir áhugaverða bardaga þar sem ekki er barist upp á titil.

Thiago Santos gegn Aleksandar Rakic

Samkvæmt öllu ætti þessi bardagi að vera flugeldasýning en báðir bardagamenn eru mjög duglegir í því að klára bardagana sína. Santos er að koma af tapi á móti Glover Teixeira þar sem hann leit ekki nægilega vel út en var samt mjög nálægt því að klára bardagann á köflum og sumir dómarar hefðu líklega stoppað þetta. Þrátt fyrir það náði Glover bakinu á honum og vann með uppgjafartak í 3. lotu.

Það var mjög svekkjandi tap eftir frábæran titilbardaga þar á undan á móti Jon Jones þar sem hann tapaði naumlega eftir klofna dómaraákvörðun. Í þeim bardaga sleit hann bókstaflega allt í hnénu eða aftara krossbandið (PCL), fremra krossbandið (ACL) og hliðlægt liðband (MCL) auk þess rifnaði liðþófinn. Þetta eru auðvitað hræðileg meiðsli og þá sérstaklega á seinni hluta ferilsins en það er eiginlega ​hægt að halda því fram með vissu að þetta hné verður aldrei samt.

Það virtist þó ekki vera að hrjá hann mikið í bardaganum á móti Teixeira en hann talaði um það eftir bardagann að þetta væri frekar erfiðara andlega og að hann væri meira hikandi út af meiðslunum. Þannig að þetta er mjög mikilvægur bardagi fyrir Santos þar sem hann er orðinn 37 ára og ef hann tapar eru draumar hans um belti orðnir ansi langsóttir. Sigur myndi hins vegar fleyta honum nálægt titilbardaga – sérstaklega ef Jan Błachowicz heldur beltinu þar sem Santos rotaði hann 2019. Rakić er á hinn bogin á uppleið í flokknum og einungis tapað einum bardaga í UFC en það var klofin dómaraákvörðun á móti Volkan Ozdemir.

Í þessum bardaga ætti Rakic að vera með betri tækni standandi en Santos er með mikið meiri kraft. Einnig höfum við séð aðstæður þar sem andstæðingar Rakic voru mjög nálægt því að rota hann. Veikleiki Santos er klárlega glíman en það er alls ekki styrkleiki Rakic. Hann gæti alveg haldið Thiago niðri en þessi bardagi ætti að haldast standandi og spennandi.

Dominick Cruz gegn Casey Kenney

Það er mjög svipuð sögulína í þessum bardaga og Santos gegn Rakic þar sem við erum með eldri bardagamann í Cruz sem hefur verið í meiðslaveseni á móti yngri bardagamanni á uppleið. Flest allir sem fylgjast eitthvað með MMA vita hvað Cruz getur verið góður en síðustu ár hefur hann verið í miklu vesen með meiðsli eins og svo oft áður.

135 punda þyngdarflokkurinn er að margra mati orðinn sá sterkasti innan UFC og þar er Kenny að reyna að gera sig gildandi. Það helsta sem maður tekur eftir við Kenney er hvað hann sækir mikið þar sem hann er að lenda um fimm höggum á mínútu í UFC. Þessi bardagi ætti að spilast að mestu standandi þrátt fyrir að báðir þessir bardagamenn noti fellurnar vel. Þessi bardagi ætti að vera mjög jafn og spennandi allt fram á síðustu sekúndu.

Joseph Benavidez gegn Askar Askarov

Benavidez hefur verið einn sá besti í heiminum í sínum þyngdarflokki í næstum því 15 ár núna en aldrei sá besti. Hann er nánast fullkominn bardagamaður, mjög góður í öllu nema það er alltaf einhver sem hefur verið aðeins betri en hann. Hann er þó orðinn 36 ára sem er mjög mikið í þessum léttari flokkum þar sem hraði er allt.

Askar Akarov kom inn í UFC með ágætis hæp á bakvið sig en þá náði hann jafntefli á móti Brandon Moreno sem eru mjög góð úrslit. Síðan þá hefur hann unnið tvo bardaga. Þrátt fyrir það hefur hann ekki alveg verið að sýna það sem fólk var að vonast eftir að sjá frá honum. Spurningin hérna er hvort að Benavidez muni halda áfram að vera næstbestur eða mun Askarov loksins sýna hvað í honum býr. Þess má geta að Askarov náði ekki vigt í gær en það mun vonandi ekki hafa áhrif á bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular