Í íþrótt þar sem bardaginn getur endað á sekúkndubroti eru hröð viðbrögð lykillinn að góðum dómara. Sumir hafa það sem þarf til en sumir ekki. Hér verður farið yfir þá sem taldir eru þeir bestu í faginu.
Herb Dean hefur viðurnefnið „the darling“ dómaranna í MMA bransanum. Dana White, Ariel Helwani og margir aðrir hafa nefnt hann sem fyrirmynd dómara í bransanum. Hann er rólegur, yfirvegaður og virðist ávallt vera á réttum tíma og stað til að sjá hvað er að gerast. Hann heldur reglulega námskeið fyrir þá sem vilja byrja dæma í MMA og hjálpar þeim að fá leyfi til að dæma. Dean hefur öryggi keppenda ávallt í forgangi en gott dæmi um það var í bardaganum milli Frank Mir og Tim Sylvia. Mir náði Sylvia í “armbar” og braut hendina á Sylvia en Herb Dean stoppaði bardagann þegar hann sá hvað hefði gerst en Sylvia neitaði að hætta og mótmælti ákvörðuninni. Hér er gott dæmi um mikilvægi þess að hafa góðan dómara. Þar sem Dean passaði upp á líkamlegu heilsu Sylvia þrátt fyrir mótmæli hans.
Fyrir allt það góða sem Herb Dean hefur gert þá hefur hann legið undir gagnrýni upp á síðkastið, þá helst vegna tveggja ákvarðana í tveimur titilbördögum. Annars vegar í bardaga Renan Barao gegn Urijah Faber og hins vegar í bardaga Ronda Rousey gegn Sara McMann. Í bardaga Fabers og Barao telja margir hann hafa stoppað bardagann of snemma. Urijah Faber reyndi jafnvel að gefa Herb Dean merki um að allt væri í lagi með því að setja þumalinn upp. Því miður sá Dean ekki merkið frá Faber og endaði bardagann. Herb hefur viðurkennt að þetta voru mistök og hann hafi ekki verið rétt staðsettur til að sjá merki Fabers. Hins vegar í bardaganum hjá Ronda Rousey gegn Sara McMann varði Herb Dean ákvörðun sína. Herb Dean lýsti því að ólíkt Uriah Faber hefði McMann gripið utan um svæðið sem hún fékk áverka á og reyndi ekki að verja sig frá þeim höggum sem hún varð fyrir.
Jon Jones má þakka honum fyrir að vera með beltið sitt í dag. Í bardaga Jon Jones og Alexander Gustafsson vildi læknirinn sem athugaði meiðsli Jones stöðva bardagann í lok fjórðu lotu. John McCarthy náði sem náði að sannfæra lækninn að leyfa honum að halda áfram í titilbardaganum gegn Gustafsson.
Þótt Lavigne eigi margar góðar ákvarðanir að baki er samt sem áður ein sem hlýtur enn að hrjá hann í svefni. Þegar Lavigne dæmdi bardagann á milli Matt Brown og Pete Sell. Brown hafði greinilega yfirhöndina í bardaganum og hafði náð Sell niður með höggum. Þrátt fyrir að lenda ótal höggum án þess að Sell gæti varið sig stoppaði Lavigne ekki bardagann. Brown mótmælti sjálfur með því að veifa höndunum í loftið meðan bardaginn var enn í gangi. Lavigne viðurkenndi í viðtali eftir bardagann að hann hefði látið Sell verða fyrir óþarfa skaða og að hann hefði átt að stoppa bardagann mikið fyrr.
Fínn listi en að mínu mati vantar klárlega Marc Goddard á hann.