Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram um helgina. Keppt verður í fullorðinsflokki á laugardeginum en barna- og unglingaflokkar munu etja kappi á sunnudeginum. Mótið fer fram í húsakynnum Mjölnis.
Næst besti glímumaðurinn í dag, Craig Jones, fer af stað með glímukeppnina sína Craig Jones Invitationals í kvöld. CJI var stofnað sem hálfgerður gjörningur og gagnrýni á ADCC sem hefur hingað til verið stærsta og virtasta BJJ-keppnin í heiminum. CJI verður haldið sömu helgi og ADCC til þess að veita harða samkeppni og hafa mörg af vinsælustu glímukeppendunum í dag ákveðið að keppa frekar á CJI í Bandaríkjunum en að keppa á ADCC í Dubai. CJI verður best launaðasta BJJ mót frá upphafi.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í No-Gi glímu fór fram um helgina og heppnaðist dagurinn mjög vel. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum og var keppt var bæði í barna- og fullorðinsflokkum þennan dag.