spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBo Nickal gefur lítið fyrir álit áhorfenda á UFC 309

Bo Nickal gefur lítið fyrir álit áhorfenda á UFC 309

Bo Nickal barðist á liðinni helgi gegn Paul Craig en í þriðju lotu mátti heyra áhorfendur kalla ofmetin (e. overrated) í þriðju lotu. Í The Ariel Helwani show snerti Nickal á því hvert hans álit væri á viðbrögðum áhorfenda við bardaganum. Nickal sagði að það væri fyndið að heyra þessi köll og sagði að ef þú ert vanirtur af fólki sem hefur ekkert vit á því sem þú ert að gera væri það næstum því hrós. Nickal sagði þá að hann hefði stjórnað bardaganum allan tímann

Nickal kvaðst þá hafa orðið fyrir vonbrigðum með lýsendurnar og honum liði eins og lýsendurnir hafi ekki vitað hvað væri í gangi í bardaganum því allir sem hann þekkti og treysti hefðu sagt honum að hann hafi sigrað með yfirburðum og að þetta hafi verið lýtalaus sigur.

Vinsældum Nickal hefur farið hrakandi innan mma aðdáenda ansi hratt síðastliðna mánuði og má gera ráð fyrir að tilvitnanir um að aðdáendur og lýsendur hefðu ekkert vit á íþróttinni séu ekki til þess fallnar að auka á vinsældir hans.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular