spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxBKFC: Eddie Alvarez vs. Jeremy Stephens á Knuckle Mania V

BKFC: Eddie Alvarez vs. Jeremy Stephens á Knuckle Mania V

BKFC voru að tilkynna aðalbardagann fyrir Knuckle Mania 5 sem haldið verður 25. janúar í Philadelphia, Pennsylvania. Fyrrverandi UFC léttvigtarmeistarinn Eddie Alvarez mætir þar öðrum fyrrverandi UFC reynslubolta Jeremy Stephens sem báðir hafa verið að gera það gott í berhnúahnefaleikum eftir glæsilegan MMA feril.

David Feldman, stofnandi og framkvæmdastjóri BKFC, er að halda sinn fyrsta viðburð í sínum eigin heimabæ og er skiljanlega spenntur fyrir því. Hann sagðist hafa lofað sjálfum sér að þegar þeir myndu halda viðburð þar myndi það vera stærsti og besti viðburðinn sem virðingarvottur við þá frábæru borg og arfleifð hörðustu liðanna í atvinnuíþróttum: “The Eagles, The Phillies, The Flyers og the Sixers”

Eddie Alvarez er að snúa tilbaka rúmi ári frá síðasta bardaga í BKFC þar sem hann tapaði fyrir Mike Perry. Fyrir það hafði hann unnið Chad Mendes og er núna á leiðinni í sinn þriðja berhnúahnefaleika bardaga, aftur gegn UFC reynslubolta.

Jeremy Stephens er einnig á leiðinni í sinn þriðja BKFC bardaga en hann hefur unnið fyrri tvo. Stephens hefur einnig tekið tvo aðra hnefaleikabardaga síðan MMA ferlinum lauk en hann mætti José Aldo í Gamebred Boxing sem endaði sem jafntefli. Hann mætti sjálfur gömlum UFC bardagamanni í BKFC frumraun sinni, Jimmy Rivera, og mætti svo Bobby Taylor sem hafði fyrir það barist 8 sinnum í berhnúahnefaleikum og einnig í berhnúa MMA fyrir Gamebred samtökin.

Fleiri bardagar hafa ekki verið staðfestir en nokkuð öruggt að BKFC mun reyna gera allt til þess að þessi viðburður sá stærsti hingað til.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular