spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlent"RVK MMA leystu stórt vandamál"

“RVK MMA leystu stórt vandamál”

Dominic Gibbs eigandi og framkvæmdastjóri Caged Steel bardagasamtakanna var gestur Fimmtu Lotunnar, hlaðvarpsþáttar MMA Frétta, í þætti sem kom út á mánudaginn. Þar deildi hann reynslu sinni af RVK MMA og Íslendingum. RVK MMA senda 4 bardagamenn á næsta viðburð sem haldinn verður 7. desember í The Doncaster Dome.

Dominic eða Dom eins og hann er yfirleitt kallaður greindi frá því hvernig RVK MMA leystu stórt vandamál fyrir þá. Áður tíðkaðist það að borga svokölluðum “bums” eða “cans” (pulsur á strangheiðarlegri íslensku), einnig oft kallað “journeymen” .. til að berjast við efnilega upprennandi bardagamenn og bæta þannig sigrum á ferilskrá þeirra á leið sinni til stærri og betri hluta.

Oft var lítil baráttugleði í þessum pulsu bardagamönnum og margir voru að berjast jafnvel oftar en einu sinni á sama kvöldinu fyrir mismunandi bardagasamtök. Voru þeir þá oft fljótir að leggja árar í bát ef erfiðilega gekk. Að sögn Dominic komu Íslendingarnir frá RVK MMA og leystu þessar týpur af hólmi innan Caged Steel og gott betur, þeim tókst að vera samkeppnishæfir og berjast á háu stigi.

RVK MMA hafa verið að gera það rosalega gott í Caged Steel undanfarið og sankað að sér fjölda titla. Hrafn Þráinsson, Jhoan Salinas, Yonatan Francisco og Aron Kevinsson hafa allir unnið áhugamannatitla nýlega þó úrslitum Hrafns Þráinssonar gegn Will Bean í titilbardaga í maí í fyrra hafi verið breytt í No Contest.

7. desember nk. fær Aron Leó Jóhannsson stærsta tækifæri síns ferils þegar hann berst upp á atvinnumannatitil í sínum þriðja atvinnumannabardaga á Caged Steel 38. Viðburðinum verður streymt í beinni útsendingu og opinni dagskrá hér á vefsíðu MMA Frétta.

Dom lýsir baráttuandanum og samheldninni sem hann hefur orðið var við í samskiptum sínum við RVK MMA og bardagamenn þeirra og fer um víðan völl í stórskemmtilegu viðtali sem aðgengilegt er á Spotify og Youtube. Stiklu úr þættinum má einnig finna hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular