Á sunnudaginn verður boxmót í Mjölni. Fjórir bardagar verða á dagskrá en engir áhorfendur verða leyfðir.
Hnefaleikafélag Reykjavíkur stendur fyrir mótinu og fer það fram án áhorfenda í húsnæði Mjölnis í Öskjuhlíð. Upphaflega áttu sex bardagar að fara fram en hætti þurfti við tvo bardaga þar sem keppendur þurftu að fara í sótthví.
Mótinu verður streymt á Youtube rás Mjölnis og hefst mótið kl. 15:00. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:
Baldur (HR) gegn Raivis Katens (Æsir/Bogatýr)
Jón Marteinn (HR) gegn Mikhail Mikhailiov (Æsir/Bogatýr)
Daniel Alot (HR) gegn Vitaly Usov (Æsir/Bogatýr)
Simone Brown (HR) gegn Armen (Æsir/Bogatýr)
Streymið kemur hér á sunnudaginn.
*UPPFÆRT 22:17: Vegna nýjustu sóttvarnarlaga hefur Hnefaleikasamband Íslands ákveðið að fresta mótinu um tvær vikur.