spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar í þrjú lyfjapróf síðan í júlí

Brock Lesnar í þrjú lyfjapróf síðan í júlí

Brock Lesnar er kominn undir væng USADA sem sér um öll lyfjamál UFC. Lesnar hefur þegar verið tekinn nokkrum sinnum í lyfjapróf á skömmum tíma.

Brock Lesnar hyggst snúa aftur í búrið og má búast við að hann fái titilbardaga í þungavigtinni. Lesnar fékk eins árs keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi í júlí 2016 en í desember sama ár lýsti hann því yfir að hann væri hættur í MMA. Þar með var gerð pása á keppnisbanninu en nú hyggst hann snúa aftur í MMA.

Lesnar var aftur settur undir reglur USADA þann 3. júlí síðastliðinn og hófst þar með bannið hans. Banninu mun ljúka þann 8. janúar og getur hann því ekki keppt fyrr en í fyrsta lagi þá. Hann mun gangast undir lyfjapróf á meðan hann er í banninu en frá 3. júlí hefur hann verið tekinn þrisvar í óvænt lyfjapróf af USADA.

Lesnar var á sínum stað á WWE SummerSlam á sunnudaginn og þykjast einhverjir sjá mun á Lesnar eftir að hann var tekinn inn í lyfjaferli USADA. Hægra megin á neðangreindri mynd má sjá Lesnar eins og hann kom fyrir sjónir á sunnudaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular