spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar má aftur keppa 8. janúar

Brock Lesnar má aftur keppa 8. janúar

Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum lætin í Brock Lesnar eftir UFC 226 um síðustu helgi. Að öllum líkindum fær Lesnar næsta titilbardaga í þungavigtinni en hann er þó enn í banni fram á næsta ár.

Daniel Cormier varð þungavigtarmeistari UFC með sigri á Stipe Miocic um síðustu helgi. Eftir bardagann kom Lesnar í búrið og tók þátt í skrautlegu leikriti með nýkrýnda meistaranum. Gera má ráð fyrir að hann fái næsta titilbardaga í þungavigtinni þrátt fyrir að hafa ekki unnið bardaga síðan 2010.

Brock Lesnar mætti Mark Hunt á UFC 200 í júlí 2016. Lesnar vann bardagann en féll á lyfjaprófi eftir bardagann og var sigurinn því dæmdur ógildur. Lesnar fékk eins árs bann en í desember 2016 lýsti hann því yfir að hann væri hættur í MMA. Þar með var gerð pása á keppnisbanninu en nú hyggst hann snúa aftur í MMA.

Samkvæmt MMA Fighting var Lesnar aftur settur undir reglur USADA þann 3. júlí síðastliðinn. Þar með er bannið hans aftur byrjað og mun því ljúka þann 8. janúar. Brock Lesnar mun því ekki geta keppt fyrr en 8. janúar  í fyrsta lagi samkvæmt reglum USADA en hann mun gangast undir lyfjapróf á meðan hann er í banninu.

Endi Brock Lesnar á að berjast við Daniel Cormier verður það því ekki fyrr en á næsta ári. Cormier hefur talað um að hann gæti varið léttþungavigtarbeltið sitt fyrst áður en hann mun verja þungavigtartitilinn í fyrsta sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular