spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCage Warriors meistarinn Nicolas Dalby færir sig yfir í UFC

Cage Warriors meistarinn Nicolas Dalby færir sig yfir í UFC

Nicolas DalbyVeltivigtarmeistari Cage Warriors, hinn danski Nicolas Dalby, hefur undirritað samning við UFC og mun keppa fyrir samtökin á næstunni. Aðeins einn annar Dani hefur barist í UFC.

Dalby keppti síðast í nóvember á síðasta ári þegar hann varði Cage Warriors beltið gegn Mohsen Bahari. Áður hafði Íslandsvinurinn Cathal Pendred haldið þeim titli en gaf hann eftir til að keppa í The Ultimate Fighter þáttaröðinni.

Nokkur óvissa hefur verið um framtíð Cage Warriors eftir að forstjóri fyrirtækisins sagði af sér í síðasta mánuði og frestuðu samtökin í kjölfarið fyrsta bardagakvöldi ársins. Framtíð Dalby í samtökunum var því í óvissu og eflaust mikill léttir fyrir hann að komast í UFC þar sem hann mun fá að keppa reglulega.

Dalby er spennandi viðbót við veltivigtarflóruna í UFC. Hann er ósigraður í 13 bardögum, gríðarlega sterkur og nokkuð höggþungur. Hann er aðeins annar Daninn sem keppir í UFC en áður hafði Martin Kampmann barist lengi í bardagasamtökunum. Fightland gerði áhugaverða stuttmynd um Nicolas Dalby árið 2013 þar sem fylgst var með undirbúningi hans fyrir bardaga gegn Morten Djursaa. Sjá má stuttmyndina hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular