spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCain Velasquez snýr aftur og mætir Francis Ngannou í febrúar

Cain Velasquez snýr aftur og mætir Francis Ngannou í febrúar

Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez mun loksins berjast aftur í febrúar ef marka má Dana White, forseta UFC. Cain mun þá mæta Francis Ngannou þann 17. febrúar.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu þann 17. febrúar í Pheonix. Þetta verður fyrsta bardagakvöld UFC á aðalrás ESPN en þann 19. janúar hefst ESPN tímabilið með bardagakvöldi á ESPN+ streymisþjónustunni.

Cain Velasquez hefur ekki barist síðan hann vann Travis Browne á UFC 200 í júlí 2016. Velasquez átti að keppa í desember sama ár gegn Fabricio Werdum en eftir læknisskoðun nokkrum dögum fyrir bardagann var hann sagður ófær um að berjast af íþróttasambandinu í Nevada fylki.

Síðan þá hefur hann lítið verið í sviðsljósinu en nú er hann tilbúinn að berjast aftur. Cain hefur verið að æfa mikið með Daniel Cormier, liðsfélaga sínum og ríkjandi þungavigtarmeistara UFC, en vildi snúa aftur rólega í stað þess að fara á fullu.

Endurkomubardagi hans verður enginn hægðarleikur en þá mætir hann Francis Ngannou. Ngannou vann Curtis Blaydes í nóvember en fyrir það hafði hann tapað tveimur bardögum í röð. Dana White greindi einnig frá því að Cain hafi skrifað undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular