spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCarlos Condit vill berjast aftur

Carlos Condit vill berjast aftur

Carlos Condit hefur nú lýst því yfir að hann vilji snúa aftur í búrið. Condit hefur íhugað að hætta en svo virðist sem hann vilji berjast aftur.

Carlos Condit hefur ekkert barist frá því hann tapaði fyrir Demian Maia í ágúst í fyrra. Eftir bardagann kvaðst hann ekki vera viss um hvort hann myndi berjast aftur og velti því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna.

Eftir langt hlé frá búrinu virðist hann aftur vera kominn með fiðringinn að berjast aftur.

Condit tísti þessu í gær á Sean Shelby sem sér um að raða bardögunum saman í UFC.

Condit er gríðarlega vinsæll bardagamaður og er þetta því kærkomið að sjá að hann vilji berjast aftur. Condit hefur klárað 28 af 30 sigrum sínum og er einn af skemmtilegustu bardagamönnunum í UFC.

Condit skipar 7. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni og verður áhugavert að sjá hvern hann fær. Condit hefur tapað þremur af fjórum síðustu bardögum sínum en allt gegn sterkum andstæðingum. Condit mætti Robbie Lawler um titilinn í fyrra og var aðeins hársbreidd frá því að sigra þáverandi meistara.

Það eru margir spennandi möguleikar í boði fyrir Condit og vonandi líður ekki á löngu þar til við sjáum hann í burinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular