spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCody Garbrandt hraunar yfir Dillashaw

Cody Garbrandt hraunar yfir Dillashaw

T.J. Dillashaw fékk í gær tveggja ára bann frá USADA eftir fall á lyfjaprófi. Cody Garbrandt lá ekki á skoðunum sínum þegar í ljós kom að Dillashaw hefði fallið á lyfjaprófinu.

Dillashaw féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardaga hans gegn Henry Cejudo í janúar. EPO fannst í lyfjaprófinu hans og ætlar Dillashaw ekki að áfrýja tveggja ára banninu.

Þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt eiga sér langa sögu og börðust tvívegis. Dillashaw rotaði Garbrandt í bæði skiptin og hefur lengi verið rígur á milli þeirra. Þegar í ljós kom að Dillashaw fékk tveggja ára bann lét Garbrandt í sér heyra á samfélagsmiðlum.

ESPN greindi frá því að Dillashaw hefði einnig fallið á lyfjaprófi þann 28. desember fyrir sama efni.

Garbrandt skaut einnig á þjálfara Dillashaw, Duane Ludwig.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular