Friday, April 19, 2024
HomeErlentColby Covington, Gilbert Burns og Rafael dos Anjos koma til greina fyrir...

Colby Covington, Gilbert Burns og Rafael dos Anjos koma til greina fyrir Tyron Woodley

UFC leitar nú að andstæðingi fyrir Tyron Woodley fyrir helgina. UFC leitar einnig að höll sem getur hýst bardagana.

UFC ætlaði að vera með bardagakvöld í London nú á laugardaginn. Leon Edwards og Tyron Woodley áttu að mætast í aðalbardaganum en vegna ferðabanns á milli Evrópu og Bandaríkjanna getur bardagakvöldið ekki farið fram í London. Þá getur Leon Edwards ekki barist vegna ferðabannsins sem og fjölmargir evrópskir bardagar.

Hætt hefur verið við 10 af 13 bardögum sem áttu að fara fram um helgina vegna ferðabannsins. UFC er ekki heldur með aðalbardaga og enn er ekki vitað hvar bardagakvöldið í Bandaríkjunum á að fara fram enda flestar stórborgir með samkomubann.

Þrátt fyrir þessar stóru hindranir ætlar UFC að vera með bardagakvöld á laugardaginn. Tyron Woodley er án andstæðings en þrír bardagamenn í veltivigtinni réttu fram hjálparhönd.

Colby Covington var sá fyrsti til að bjóða sig fram og gerði það með sínum hætti. Covington og Woodley hafa lengi eldað grátt silfur saman en hugsanlega vill UFC ekki setja svo stóran bardaga með svona skömmum fyrirvara.

Gilbert Burns, sem sigraði Demian Maia um síðustu helgi, var tilbúinn að berjast strax aftur. Burns er í góðu formi og mun skjótast upp styrkleikalistann eftir sigurinn um helgina. Burns virðist samt hafa fengið neitun hjá Woodley miðað við síðustu færslur hans á Twitter.

Rafael dos Anjos var einnig tilbúinn til að mæta Woodley.

UFC er því með nokkra möguleika en spurning hver verður fyrir valinu. Það er líka stórt vandamál að vera ekki með borg eða höll sem getur hýst bardagakvöldið og verður þetta áhugaverð vika.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular