spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConan O'Brien fjárfesti í UFC og ætlar að berjast í búrinu

Conan O’Brien fjárfesti í UFC og ætlar að berjast í búrinu

Conan O’Brien er meðal 23 stjarna sem fjárfestu í UFC. Á listanum má sjá leikara eins og Ben Affleck, Mark Wahlberg og Sylvester Stallone.

UFC var selt fyrir 4 milljarða dollara í sumar til WME-IMG. Fyrirtækið er stærsta umboðsskrifstofa heims og hafa nokkrir kúnnar umboðsskrifstofunnar keypt hlut í UFC. Um er að ræða 23 kúnna en hver kúnni keypti lítinn hlut í UFC.

Conan O’Brian tilkynnti í þætti sínum í gær að hann er meðal þeirra sem keyptu hlut. Þá lýsti hann því einnig yfir að hann ætlaði að berjast við Conor McGregor þann 5. janúar í New York, gegn Rondu Rousey þann 28. febrúar og svo 17. maí gegn tenniskonunni Mariu Sharapovu. 18. maí fer útför hans fram eins og þáttastjórnandinn orðaði það.

Meðal annarra stjarna sem keyptu hlut eru nöfn á borð við Ben Affleck, Mark Wahlberg, Sylvester Stallone, Tom Brady, Adam Levine, Cam Newton, LL Cool J, Maria Sharapova, Jimmy Kimmel og Tyler Perry. Allt kúnnar WME-IMG.

Allt eru þetta stjörnur sem eru MMA aðdáendur og biðja reglulega um miða á bardagakvöld.

Atriðið með Conan O’Brien má sjá hér að neðan.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular