spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor dæmdur til að borga um 36 milljónir króna í skaðabætur

Conor McGregor dæmdur til að borga um 36 milljónir króna í skaðabætur

Conor McGregor hefur staðið í málaferlum þar sem kona að nafni Nikita Hand stefndi honum í einkamáli þar sem hún fór fram á skaðabætur á þeim grundvelli að hann og annar maður hafi brotið gegn henni kynferðislega. MMA fréttir fjallaði um málið þegar málið var fyrst tekið fyrir í dómssal og er hægt að lesa meira um tildrög stefnunnar í grein hér að neðan. Þess má geta að eiginkona Conor McGregor, Dee Devlin, var viðstödd uppkvaðningu dóms.

Málið hefur verið rekið síðustu vikur en vitnisburður var tekinn af McGregor í vikunni. Í vitnisburði sínum viðurkenndi McGregor að hann hefði haft samræði við Hand en neitaði fyrir að samræðið hafi átt sér stað gegn hennar vilja eða þegar hún hafi ekki getað spornað við því að hann hefði samræði við hana. Þá viðurkenndi McGregor að hann hafi greitt lögmannskostnað Lawrence, sem er vinur McGregor og var málsaðili þar sem hann sagðist hafa átt samræði við Hand eftir að McGregor hafði yfirgefið hótelið.

Í vitnisburði Lawrence kemur fram að Hand hafi ítrekað reynt að hafa samræði við hann yfir kvöldið og að hann hafi séð Hand ofan á McGregor þegar þau hafi átt samræði og ekki borið þess merki að hún væri að athafna sig gegn sínum vilja.

Kviðdómur lagði fram niðurstöðu í málinu síðastliðinn fimmtudag þar sem kviðdómur taldi McGregor bera skaðabótaskyldu með háttsemi sinni gagnvart Hand og þar sem hann var talinn hafa átt samræði við Hand án hennar samþykkis. Þá var talið að Lawerence hafi sagst hafa átt samræði við Hand til þess að ómerkja hennar vitnisburð sem og til þess að stíga fram sem blóraböggull fyrir McGregor. Conor McGregor var dæmdur til að greiða Hand um 250.000 evrur í skaðabætur sem samsvarar um 36 milljónum króna en McGregor kveðst ætla að áfrýja niðurstöðu málsins.

Eftir að niðurstaða málsins hafði verið kynnt tjáði Hand sig þar sem hún kvaðst snortin yfir þeim stuðningi sem hún hafi fundið. Sagði Hand að dóttir hennar hafi verið hennar stoð og stytta síðustu sex árin en hún vildi sína dóttur sinni að sé brotið á fólki með þessum hætti geti sá hinn sami staðið með sjálfum sér og sótt rétt sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular