spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCorey Anderson yfir til Bellator

Corey Anderson yfir til Bellator

Heldur óvæntar fréttir bárust í gær þess efnis að UFC léttþungavigtarkeppinauturinn Corey Anderson hefur ákveðið að færa sig yfir til Bellator.

Mike Heck hjá MMA Fighting hefur nú staðfest að Anderson sé nú genginn til liðs við Bellator bardagasamtökin í kjölfarið á Twitter færslu sem Ariel Helwani birti í gær:

Anderson (13-5) er sem stendur í 4. sæti UFC styrkleikalistans í léttþungavigt og hefur átt sæmilegu gengi að fagna í UFC eftir að hann kom í samtökin með því að vinna 19. seríu af The Ultimate Fighter.

Corey ‘Overtime’ Anderson var á ágætis skriði í léttþungavigtinni og var kominn á fjögurra bardaga sigurgöngu þar sem hann rotaði Johnny Walker meðal annars, sem þá var ósigraður í UFC. Sigurgöngunni lauk eftir bardagann gegn Walker þegar Anderson var rotaður af Jan Blachowicz á UFC Rio Rancho í febrúar að þessu ári. Með sigri þar hefði Anderson mögulega fengið titilbardaga í léttþungavigtinni gegn Jon Jones. Áður hafði Anderson verið mjög herskár í garð Jon Jones og gengið fram með miklu offorsi í von um að fá titilbardaga með tryllingi og hundakúnstum.

Það er ekkert leyndarmál að Corey Anderson og Dana White hafa í gegnum tíðina eldað grátt silfur saman. Því er auðvelt að ímynda sér að Anderson hafi virkilega farið í fínustu taugar Dana White því UFC samþykkti hiklaust að leyfa Anderson að fara yfir til Bellator. Jafnvel þótt hann hafi enn átt nokkra bardaga eftir á samningi sínum við UFC.

Hjá Bellator mun Anderson hitta fyrir fyrrum UFC bardagakappann Ryan Bader sem nú heldur beltinu í léttþungavigtinni þar.

Þegar þetta er skrifað hefur ekki komið fram nein formleg tilkynning á heimasíðu Bellator né UFC um vistaskiptin. Hins vegar birti Scott Coker, framkvæmdarstjóri Bellator, Twitter færslu í kvöld þar sem hann bauð Corey Anderson velkominn í Bellator.

Anderson hefur undanfarin misseri hjálpað Daniel Cormier við að undirbúa sig fyrir titilbardaga sinn gegn Stipe Miocic sem fram fer þann 15. ágúst svo kappinn ætti að vera í góðu ásigkomulagi fyrir frumraun sína í Bellator.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular