spot_img
Friday, December 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxCrawford er ennþá ósigraður og heldur öllum beltunum

Crawford er ennþá ósigraður og heldur öllum beltunum

Terrence Crawford sigraði Canelo Álvarez með einróma dómaraákvörðun eftir 12 lotna bardaga í nótt. Dómararnir dæmdu bardagann 116 – 112, 115 – 113 og 115 – 113 Crawford í vil. Með sigrinum varð Crawford óumdeildur WBA, WBC, IBF, WBO ofurmillivigtarmeistari og fyrsti maðurinn til að verða meistari í þremur þyngdarflokkum. Aðsóknarmet var sett á Alegiant-leikvanginum í Las Vegas en 70.400 sóttu viðburðinn sem var sá fyrsti sem Zuffa Boxing setti saman með Turki Alalshikh og var bardaganum jafnframt streymt á Netflix.

Crawford færði sig upp um tvo þyngdarflokka fyrir bardagann og héldu því flestir að hann myndi tapa hraða og snerpu við aukna þyngd en það reyndist ekki vera raunin. Lykilatriði í bardaganum frá Crawford séð voru varnartilburðir, geta til að stjórna hringnum og gagnhögg. Allt kom þetta til þess að Canelo gekk illa að lenda þungum höggum á Crawford sem nýtti sér tækifærin til að skora stig þegar hann gat. Canelo átti auðvitað ákveðnar stundir þar sem honum tókst að lenda vel en það gerðist ekki nægilega títt til þess að brjóta niður Crawford.

Sigur Crawford markar líklega nýja tíma í boxinu þar sem að Canelo, sem hefur verið gott sem óstöðvandi, hefur núna tapað öllum beltunum sínum til Crawford sem skín skært eftir að hafa unnið beltin og komið sér í sögubækurnar sem óumdeildur meistari í þremur þyngdarflokkum.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið