spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCris Cyborg bætir við goðsögn sína

Cris Cyborg bætir við goðsögn sína

Cris Cyborg bætti við goðsögn sína þegar hún sigraði Larissu Pacheco á einróma dómaraákvörðun eftir algjört stríð og varð PFL Super Fights fjaðurvigtarmeistari kvenna. Cyborg segist ætla að halda áfram og vill fá að verja titilinn sinn í Dubai í febrúar.

Það voru þrír titilbardagar á dagskránni á PFL viðburðinum “Orrusta Risanna”. Sá fyrsti var Johnny Eblen vs. Fabian Edwards fyrir millivigtartitil Bellator og í co-main bardaganum mættust Cris Cyborg og Larissa Pacheco fyrir PFL Super Fights fjaðurvigtar titil kvenna.

Cyborg kom mjög sterk inní bardagann. Hún nær kröftugri fellu og hótar Von Fluke Choke. Pacheco sýndi góða höku þegar hún át hreint höfuðspark. Pacheco náði að skera Cyborg illa og þó Cyborg væri að standa sig betur sást mun meiri á andliti hennar. Cyborg nær svo annarri fellu en Pacheco nær henni í Guillotine sem virkaði mjög þétt á tímapunkti.

Cyborg átti góða 2. lotu. Hún nær að fella hana með lágsparki, lennti þungum backfist, náði fellu og hélt Pacheco niðri. Pacheco átti góða takta undir lok lotunnar og svaraði vel fyrir sig. Cyborg leit mun verr út á stólnum eftir 2. lotu þó hún væri búin að taka báðar loturnar.

Stórskrítið atvik átti sér stað í byrjun 3. lotu þegar Pacheco segir Cyborg að koma til sín. Cyborg neitar og þær standa í sitthvoru horninu í dágóða stund og hvorug var viljug til að fara yfir til hinnar. Pacheco fann betur taktinn sinn og fjarlægðarskyn í 3. lotu. Hún greip lágspark og slær Cyborg niður með beinni hægri og hjakkast á henni alveg út lotuna.

4. og 5. lota voru hrikalega jafnar. Cyborg lennti nokkrum yfirhandar hægri og rokkar Pacheco. Cyborg nær undir lok 5. lotu góðri fellu og innsiglaði mögulega þá lotu og þar með sigurinn. Allir dómarar gáfu Cyborg 49-46, eða semsagt aðeins eina lotu til Pacheco þó hún hafi verið mun meira inn í þessu en það gefur til kynna.

Cyborg sem er á 20. ári í sínum atvinnumanna MMA ferli segist ætla að halda áfram og verja beltið og nefndi Dubai í febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular