spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCris Cyborg hafnaði tveimur titilbardögum í fjaðurvigt

Cris Cyborg hafnaði tveimur titilbardögum í fjaðurvigt

cyborgCris ‘Cyborg’ Justino hefur hingað til aðeins barist í hentivigt í UFC en ekki í sínum þyngdarflokki sem er fjaðurvigtin. Nú þegar UFC virðist vera tilbúið til að stofna fjaðurvigt kvenna hefur Cyborg hafnað bardögunum.

Cyborg hefur barist tvo bardaga í UFC en báðir fóru fram í 140 punda hentivigt. Cyborg hefur neitað að fara aftur í hentivigtina og sagðist bara ætla að berjast ef hún fengi að berjast í sínum flokki sem er 145 punda fjaðurvigtin.

Dana White, forseti UFC, gaf það út á dögunum að Cyborg hefði hafnað tveimur bardögum í UFC í hennar þyngdarflokki. Cyborg var boðið að berjast við Holly Holm og Germaine de Randamie í janúar eða í febrúar.

Cyborg setur þó heilsuna í fyrsta sæti og segir að átta vikur sé ekki nægur tími til að skera niður í sinn þyngdarflokk, fjaðurvigtina. Hún vill fá 12 viku fyrirvara enda var síðasti niðurskurðurinn hennar hræðilegur að sögn Cyborg.

„Ég dó næstum í mínum síðasta niðurskurði. Þegar ég lá í baðinu að skera niður hélt ég að það yrði mín síðasta stund og að ég myndi deyja í baðinu. Þetta var versti niðurskurður lífs míns. Næringafræðingurinn minn George Lockhart, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel og lét mig fara á pilluna sem hann sagði að myndi hjálpa mér,“ sagði Cyborg.

Fyrir hennar síðasta bardaga gegn Linu Lansberg í september gat hún ekki hitað upp þar sem hún var svo máttlaus. Á mánudaginn eftir bardagann fór hún í blóðprufu en illa gekk að ná blóði úr henni þar sem blóðið var of þykkt.

„UFC bauð mér bardaga með 10 vikna fyrirvara í mínum flokki og um beltið. En ég er enn að jafna mig eftir þennan niðurskurð en sagði þeim að ég gæti barist við hvern sem er í mars. En ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég að glíma við þunglyndi og get ekki farið í slíkan niðurskurð aftur. Heilsan mín er mikilvægari en belti eða þyngdarflokkurinn.“

Það er jákvætt að UFC sé tilbúið að setja á laggirnar fjaðurvigt kvenna svo Cyborg þurfi ekki að berjast í hentivigt sem gagnast engum. Það er aftur á móti mikið áhyggjuefni að átta vikur sé ekki nægur tími fyrir Cyborg til að komast í sinn eigin þyngdarflokk.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular