spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg fer ekki í bann

Cyborg fer ekki í bann

USADA hefur tilkynnt að Cris ‘Cyborg’ Justino hafi fengið undanþágu frá lyfjaeftirlitinu og fer hún því ekki í bann. Það er því fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að Cyborg geri atlögu að fjaðurvigtarbelti UFC.

Cyborg féll á lyfjaprófi í desember á síðasta ári og var sett í tímabundið bann þann 22. desember. Cyborg fer ekki bann þar sem hún hefur fengið sérstaka meðferðarundanþágu (e. therapeutic use exemption, TUE).

Undanþágan er veitt á þeim grundvelli að lyfið sem hún innbyrti hafi einungis verið til þess að vinna á eftirmálum vegna niðurskurðarins fyrir bardaga hennar í september. Cyborg hefur tvisvar skorið niður í 140 punda hentivigt í UFC og er niðurskurðurinn gríðarlega erfiður fyrir hana.

Lyfið sem fannst í lyfjaprófi hennar kallast Spironolactone en tilgangur þesss er að hjálpa líkamanum að halda ákveðnum efnum í jafnvægi í líkamanum auk þess að jafna vatnsmagn í líffærum eins og lifur og nýrum. Gríðarlegt álag er á þau líffæri í niðurskurði fyrir bardaga og fékk Cyborg lyfið samkvæmt læknisráði.

Lyfið er þvagörvandi efni en þau eru bönnuð hjá USADA, í keppni og utan keppnis, þar sem efnin eru oft notuð til að fela steranotkun.

Cyborg hefði getað sótt um áðurnefnda meðferðarundanþágu sem hefði leyft henni að nota lyfið á meðan hún væri enn að jafna sig eftir niðurskurðinn. Það gerði hún hins vegar ekki. USADA samþykkti þó útskýringu hennar og veitti henni leyfið aftuvirkt.

Þetta er í fyrsta sinn sem bardagamaður í UFC sækir um leyfi eftir fall á lyfjaprófi og fær það samþykkt eftir að USADA tók við lyfjaeftiliti UFC. Niðurstöðurnar gefa henni því grænt ljós á að samþykkja líklegan bardaga gegn fjaðurvigtarmeistara kvenna í UFC, Germaine de Randamie, sem sigraði Holly Holm á UFC 208 síðustu helgi.

Hér má sjá færslu sem Cyborg birti á Facebook-síðu sinni:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular