spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg mætir Holly Holm á UFC 219

Cyborg mætir Holly Holm á UFC 219

Við erum loksins komin með titilbardaga á UFC 219. UFC staðfesti í gærkvöldi viðureign Cris ‘Cyborg’ Justino og Holly Holm um fjaðurvigtartitil kvenna.

Fyrsta titilvörn Cris ‘Cyborg’ Justino í UFC verður gegn Holly Holm. Cyborg vann lausan fjaðurvigtartitil kvenna á UFC 214 í sumar. Þá fékk hún loksins að berjast í sínum þyngdarflokki eftir tvo bardaga í 140 punda hentivigt.

Fjaðurvigt kvenna var sett á laggirnar fyrr á þessu ári. Þá mættust þær Germaine de Randamie og Holly Holm um titilinn þar sem de Randamie sigraði í umdeildum bardaga. De Randamie vildi ekki verja beltið og var því svipt titlinum. Cyborg tók svo beltið með sigri á Tonya Evinger í sumar.

Nú fær Holly Holm annan séns á beltinu. Eftir þrjú töp í röð átti Holm góða endurkomu þegar hún sigraði Bethe Correia með rothöggi eftir háspark í sumar.

UFC hefur verið í vandræðum með að bóka aðalbardaga kvöldsins á UFC 219. Óvíst er hvort þessi bardagi verði aðalbardagi kvöldsins á þessari stundu og gæti UFC bætt við öðrum titilbardaga. Orðrómur um viðureign Nate Diaz og Tyron Woodley hefur verið á lofti og gæti það verið aðalbardagi kvöldsins ef sá bardagi verður staðfestur.

UFC 219 fer fram þann 30. desember í Las Vegas.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular