Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur sem einnig er maðurinn á bakvið Icebox var að opinbera dagsetninguna fyrir næsta Icebox fyrr í dag en næsti viðburður fer fram 13. júní.
Enn er allt annað óljóst; hverjir mætast næst, hvort það verði fluttir inn boxarar að utan eða aðeins íslendingar, eða hvað Davíð mun gera í þetta skiptið til að gera þennan Icebox viðburð að þeim stærsta og flottasta hingað til en hvert Icebox hefur alltaf verið stærra og flottara en það síðasta og má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram.
MMA Fréttir munu fylgjast grannt með gangi mála og flytja frekari fréttir um leið og þær berast.
