spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDagsetning komin fyrir næsta Icebox

Dagsetning komin fyrir næsta Icebox

Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur sem einnig er maðurinn á bakvið Icebox var að opinbera dagsetninguna fyrir næsta Icebox fyrr í dag en næsti viðburður fer fram 13. júní.

Enn er allt annað óljóst; hverjir mætast næst, hvort það verði fluttir inn boxarar að utan eða aðeins íslendingar, eða hvað Davíð mun gera í þetta skiptið til að gera þennan Icebox viðburð að þeim stærsta og flottasta hingað til en hvert Icebox hefur alltaf verið stærra og flottara en það síðasta og má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram.

MMA Fréttir munu fylgjast grannt með gangi mála og flytja frekari fréttir um leið og þær berast.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið